28.5.06

Duglega fólkið

Það erum við.

Við vorum rétt vöknuð þegar við drifum okkur af stað í hjólreiðatúr. Hjóluðum alla leið norður í hjólabúðina á Wells. Hún er um það bil á 14 stræti svo það gerir 57+14=71 blokkir sem við hjóluðum, plús spottann í vestur. Þetta er geðveikt langt og tók okkur líka frekar langan tíma, rúman klukkutíma held ég. Í hjólabúðinni keyptum við bögglabera og spes poka til að festa á þá. Svo mikið var að gera að ekki sáu mennirnir sér fært að festa bögglaberana á hjólin okkar svo við keyptum líka tool-kit og settumst fyrir utan við að skrúfa þá á. Það var frekar mikið vesen en tókst á endanum og við svaka ánægð með okkur.

Síðan hjóluðum við í Whole foods og hittum þar Chae Young og Khun Ho, auðvitað með litla krílið Won Jae. Svaka mikið surprise að hitta þau. Það gerist ekki oft að maður hitti einhvern á förnum vegi hérna í Chicago, sérstaklega ekki þegar maður hættir sér úr litla hverfinu Hyde Park. Þau voru hress og við fórum öll saman í Trader. Alltaf svo gaman í Trader. Við keyptum passlega mikið í nýju töskurnar, spenntum þær á hjólið hans Óla og héldum af stað heim á leið.

Átta tímum eftir að við lögðum af stað vorum við komin heim. Alveg uppgefin. En hrikalega sæl og ánægð með lífið og tilveruna.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?