17.5.06

Aspas

M M M Ferskur aspas er lostæti.

Borða kvöldmat og lesa blogg. Það hljómar svolítið grasekkjulegt. Einmitt það sem ég gæti verið ef ég vissi ekki betur. Maðurinn minn er á hafnarboltaleik með félaga sínum og er ég því hér ein heima að borða kvöldmat.

En það er sko ekki slæmt. Sérstaklega ekki vegna þess að ég er að borða aspas sem er lífrænt ræktaður hérna í nágrenninu og var skorinn niður í morgun! Ég hef sjaldan fengið nokkuð jafn ferskt. Þetta er delisíus.

Við Sara vinkona mín fórum á opnun Green-City-Market sem var einmitt í dag. Bændur úr nágrenninu koma í Lincoln Park með nýskorið grænmeti, ávexti þegar líður á sumarið, lífrænt ræktað kjöt, egg og kjúklinga, grös, korn, ull, sápur, hunang, sultur... Allskonar sem þeir rækta lífrænt og hugsanlega vinna. Svo yndislegt að fara þangað og fá ferskt og gott grænmeti. Við fórum alveg í bítið sem var líka mjög ferskt.

Comments:
Hæ hæ ég verd á Islandi med synina 14.-24. júlí, væri gaman ad hitta á ykkur hjá Gíu ;)
 
Það gæti orðið erfitt. Við förum út 15. júlí. Kannski væri heppilegra að hittast um jólin. Sjáum hvað setur.
 
okei gengur ekki upp, vid komum lika svo seint thann 14.....en sjaumst kannski bara um jolin ;)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?