5.5.06
að fara a fund við nefndina
Þá er ég tilbúin að láta steikja mig af 5 prófessorum. Það er semsagt nefndar-fundur hjá mér á morgun. Þá mun ég reyna að sýna þessum gæjum hvað ég er búin að vera dugleg að vinna í verkefninu mínu. Og hvað ég er með margar áhugaverðar niðurstöður. Núna rétt áðan var ég að reikna það að við erum doomed. Eða þannig. 25% minnkun á lífrænu kolefni sem mun komast niður á hafsbotn árið 2100 miðað við í dag. Sennilega mun þessi mismunur mun smokra sér aftur upp í andrúmsloftið og vera enn einn jákvæði vítahringurinn sem við erum í.