16.5.06
Vísundur
Ætli allir vísindamenn upplifi sínar uppfinningar sem svaka breakthrough? Mér finnst ég vera vísindamaður og mér finnst mitt rannsóknarverkefni svo merkilegt að ég er alveg að springa yfir því. Sérstaklega núna þar sem ég er að undirbúa fyrirlestur þar sem ég kynni niðurstöðurnar mínar. Sem mér finnst vera breakthrough niðurstöður.
Ég þurfti meira að segja að spretta nokkrar ferðir upp og niður ganginn til að róa mig aðeins niður. Þá var mér nú bara hugsað til frænda míns Kristjáns Þórs. Hann lengist listinn yfir það sem við eigum sameiginlegt. Til útskýringar, þá var frændi minn Stjáni oft beðinn um að spretta nokkra hringi í kringum húsið eða klifra upp og niður það nokkrum sinnum svona til að tappa af auka orku sem hann bjó yfir.
Þetta er kannski ráð við orkukrísunni sem við erum í. Að nýta umfram orku hjá börnum og unglingum betur. Hvert heimili gæti verið með hjól og spes út-stungu. Hmm? Leikskólar og skólar gætu líka verið með. Algjör óþarfi að hafa spes kennara sem kennir börnum að sóa orkunni útí vindinn.
Ég þurfti meira að segja að spretta nokkrar ferðir upp og niður ganginn til að róa mig aðeins niður. Þá var mér nú bara hugsað til frænda míns Kristjáns Þórs. Hann lengist listinn yfir það sem við eigum sameiginlegt. Til útskýringar, þá var frændi minn Stjáni oft beðinn um að spretta nokkra hringi í kringum húsið eða klifra upp og niður það nokkrum sinnum svona til að tappa af auka orku sem hann bjó yfir.
Þetta er kannski ráð við orkukrísunni sem við erum í. Að nýta umfram orku hjá börnum og unglingum betur. Hvert heimili gæti verið með hjól og spes út-stungu. Hmm? Leikskólar og skólar gætu líka verið með. Algjör óþarfi að hafa spes kennara sem kennir börnum að sóa orkunni útí vindinn.
Comments:
<< Home
Þetta var verulega góð hugmynd hjá þér Tinna mín :-) Eins og við sóum í dag þá er ekki ólíklegt að svona umhverfisvæn orkuframleiðsla muni slá í gegn í framtíðinni !
Knús frá Beggu
Skrifa ummæli
Knús frá Beggu
<< Home