14.5.06
Ekta miðvestur-rikja matur
Sunnudagsmatur okkar hjóna verður að þessu sinni grasker og maísstönglar. Þetta er sannkallaður herramannsmatur. Á graskerið setur maður smjör og púðursykur áður en það fer í ofninn. Maís stönglarnir eru ennþá auðveldari. Hér eru þeir seldir í umbúðunum sem þeir verða til í, en það eru mjög vandvirkar umbúðir. Maður setur þá bara eins og þeir koma inn í ofn, enginn álpappír. Síðan á ég smjör síðan um daginn með hvítlauk, cayenne pipar og papriku sem fer einstakleg vel við. Mmm. Svaka gott.