14.5.06

Fois Gras no more

Það liggur við að mér finnist ég vera komin aftur til Singapúr. Annar hver hlutur sem maður aldist upp við ólöglegur. Ekki alls fyrir löngu áttuðu nokkrir menn sig á því hvernig endur eru fóðraðar, þær sem eiga að enda sem fois gras á diskum sælkera. Nokkuð voru þeir hissa á þeirri athöfn og eftir heilmikið fjaðrafok og bréfaskrif í daglöðum endaði málið með því að ólöglegt er að framreiða aldalifrarkæfu á veitingahúsum borgarinnar og selja í matvöruverslunum.

Borgarstjórinn Mayor Daley var jafn hissa á þessu uppátæki og flestir. Hann sagði í viðtali að "í Chicago eru börn myrt af gengjum og dópistum á hverjum degi, það eru ótal alvöru vandamál sem þessi borg á við að etja." Allt í lagi að vilja hjálpa öndum sem er verið að misþyrma en ólíklegt þykir mér að þetta muni breyta einhverju. Ég vildi óska að þessir menn myndu heimsækja sláturhús, svínastíur og kjúkklingabú, þá myndu allir í Chicago þurfa að verða grænmetisætur. Ekki þætti mér það amalegt, þá gæti verið að úrval af ávöxtum og grænmeti myndi verða mönnum bjóðandi á ný.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?