28.9.05

Fiskur fra odrum heimi

Við Óli höfum núna eldað fisk tvær vikur í röð. Fyrst elduðum við Walleye fyrir Sigurdísi og Elliot þegar við spiluðum hérna bridds. Sá fiskur kom frá Kanada en honum kynntumst við fyrst í Minnesota í kanó ferðinni góðu. Walleye er mjög góður vatnafiskur. Á sunnudaginn, á leið úr klifrinu komum við við í Whole Foods. Ákváðum við þá að prófa annan fisk. Viktoríu-perch. Við elduðum hann á mánudaginn. Bökuðum hann með smá olíu og hvítlauk, salt og pipar. Mjög einfalt. Fiskurinn var ofsa-góður. Við skiljum ekkert í því að við skulum ekki borða oftar fisk.

Að hverju komumst við síðan. Óli fer að rannsaka betur hvaðan þessi fiskur kemur og það kemur í ljós að Viktoríu vatn er í Afríku og þaðan kemur fiskurinn. Fólk veiðir hann til að selja en fær svo lítið greitt fyrir að það á ekki í sig né fjölskyldu sína. Því er bannað að taka með einn fisk heim í soðið. Bandarísk fyrirtæki eru búin að koma sér þannig fyrir að þau eiga veiðiréttindin. Ekki nóg með það heldur var þessi fisktegund innleidd í lífríkið. Þetta er ekki "native" fiskur í Viktoríuvatni og hann er svo grimmur að hann át næstum því allt lífríkið sem var þar fyrir.

Hversu slæm getur þessi saga orðið! Ég er alveg miður mín yfir þessum fiski og þessum heimi sem við búum í. Fólk kaupir þennan fisk grunlaust um smáatriðin. Hann var líka helmingi ódýrari en Walleye-inn. Aðeins um 5 dollara pundið. Maður sér þá í hendi sér hversu mikið veiðimennirnir fá fyrir sinn snúð. Fiskurinn er fluttur yfir hálfan heiminn með fyrst með stóru skipi og síðan í stórum trukk en samt er hann helmingi ódýrari en fiskur sem er veiddur hérna handan við sléttuna. Gott að við Óli erum búin að smakka þennan fisk því það eigum við aldrei eftir að gera aftur.

Comments:
já ég veit, þetta er alveg hrikalegt þetta með Viktoríuvatn. hér er nú heimildarmynd til sýninga um málið, sad but true og langt í frá eina dæmið af sama toga. einn góðan veðurdag hlýtur eitthvað að gerast og hinir síðustu verða fyrstir, vonum það.
Kv,

 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?