19.9.05
Súld i Chicago
Það er ágætt að það sé súld og rigning því þá er maður svo sáttur við að sitja inni fyrir framan tölvuna og spá og spekúlera. Sigurdís er líka sátt við það því hún er að fara í enn eitt prófið og er því núna heima að læra fyrir það. Í gær fórum við á pínulítinn sushi bar, hann var svona álíka stór og eldhúsið okkar. Við sátum við barinn og gátum séð sushi bitana okkar verða til. Það var gaman, það er nú fátt meira augnanammi en japanskir menn að nostra við gómsæta litla fiskibita.