6.9.05

Kanó ferð SUPER, heimkoma la la

Kanó ferðin var algjört ævintýri. Við fórum með fullt af camping-udstyrelse í bátana og rerum út í eyju sem við settum upp búðir á. Þetta var pínu ponsu lítil eyja með tjaldstæði passlega stórt fyrir tvö tjöld. Síðan rerum við útum allt um daginn, sáum mannætublóm, ... nei, flugnaætublóm, og fórum í göngutúra og strákarnir syntu í vatninu og við reyndum að veiða fisk. Óli veiddi reyndar einn en sleppti honum. Hann sá sko eftir því. Þegar maður er á kanó getur maður tekið með miklu meira dót heldur en þegar maður fer bara í göngutúr, svo við vorum með steikur og bjór og kartöfluflögur og ég veit ekki hvað. Svolítið skrýtið að vera í óbyggðum í marga daga, ekki með rennandi vatn en allskonar lúxus samt.

Tjaldið reyndist líka mjög vel. Það er alveg passlega stórt og með glugga í loftinu þannig að þegar maður vaknar sér maður um leið hversu heiðskýrt er. Dýnurnar voru ekki síðri. Prinsessan sem svaf á baun einu sinni hefði ekki fundið fyrir neinu. Hrikalega gott að sofa á svona thermarest frekar en frauð-filmu. Næsta útlilega er skipulögð í október til Kentucky, það verður gott að vera útsofinn þegar maður fer að klifra. Ég mæli mjög mikið með þessum dýnum.

Jamm, þegar heim var komið reyndist póstur í pósthólfinu mínu sem ég hafði ekki skoðað í heila viku. Hann var nú ekki skemmtulegur. Proffi æva reiður yfir því að ég hafi ekki gert neitt að viti í ALLT sumar. Það rættist sem betur fer úr þessu en úff, ekki gaman. Svo núna er ég aftur komin í fasann að vinna myrkranna á milli. Forrit komið á blússandi siglingu og ætli ég bloggi ekki meira núna þegar ég er orðin límd við skrifborðið.

Nú þegar er ég að klikkast á einu. Fyrir utan glugga minn er krani að byggja hús. Stálbitar eru að færast fram og til baka. Það sem ég er að ergja mig yfir er það að við vírinn eru vinnumennirnir búnir að binda bandaríska fánann. Svo nú blaktir hann í allri sinni dýrð beint í augnlínu við mig þegar ég lít upp frá skjánum. And I don´t like it. Fyrst fannst mér það svolítið sniðugt. En núna er ég um það bil að fara yfirum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?