13.9.05
Sigurdís vinkona mín að koma í heimsókn!
Jei! Hún Sigurdís mín kemur á föstudaginn. Þá verður nú fjör í höllinni. Jibbi. Forrit er líka á blússandi siglingu, er búin að vera að gera "raunveruleika-tékk" og fattaði að einn hluti var ekki nógu raunverulegur, það var hversu hratt lífræna kolvetnið eyddist, svo ég setti inn raunverulegri fasta, og bingó, allt í einu virkar forritið bara allt öðruvísi, og nokkuð vel að mér finnst. Svo kannski proffi fari að kætast. Það er nú ekkert venjulegt hvað hann er eitthvað súr. En ég ætla ekki að vola yfir því. Miklu betra að reyna að fá góðar niðurstöður.
Jess. Annars er ekkert að gerast hjá okkur. Ég hætti við að senda inn abstract. Proffi var svo súr að ég meikaði ekki að díla við þetta. Svo ekkert San Fransisco. Kannski næst. Við erum að spá í að fara til New York í staðinn. Með lest. Ég verð svo úrill í bíl að það er bara ekki þess virði að fara með mig eitthvað keyrandi. I can´t stand it. Hins vegar er ráðstefna í Febrúar sem ég er núna orðin spennt fyrir. Og hún er í Hawaii!! Jei, það væri nú ekki amalegt að kíkja þangað. Hvað þá í febrúar. Eftir Minneapolisferðina skilst mér að það verði miklu kaldara í Minneapolis heldur en í Chicago. Niðri í bæ eru allar byggingarnar tengdar saman með göngum, það er mjög space-að. En það verður samt nógu kalt í Chicago. Og ég býð varla í þennan vetur með olíuverðið í $70. Þetta verður spennandi. Kannski við systkynin förum að metast um hvar er kaldara. Orri bróðir minn litli er nú í Ottawa með Bryndísi sinni. Þeim er enn ekki orðið kalt. Það líður að því. He he. Þau eru með heimasíðu. Ætli ég reyni ekki að færa hana inná listann minn. Við tækifæri. Já ég er ekkert hrikalega hress eitthvað. Jæja. Ætli ég hressist ekki við aikido. Ég vona það.
Jess. Annars er ekkert að gerast hjá okkur. Ég hætti við að senda inn abstract. Proffi var svo súr að ég meikaði ekki að díla við þetta. Svo ekkert San Fransisco. Kannski næst. Við erum að spá í að fara til New York í staðinn. Með lest. Ég verð svo úrill í bíl að það er bara ekki þess virði að fara með mig eitthvað keyrandi. I can´t stand it. Hins vegar er ráðstefna í Febrúar sem ég er núna orðin spennt fyrir. Og hún er í Hawaii!! Jei, það væri nú ekki amalegt að kíkja þangað. Hvað þá í febrúar. Eftir Minneapolisferðina skilst mér að það verði miklu kaldara í Minneapolis heldur en í Chicago. Niðri í bæ eru allar byggingarnar tengdar saman með göngum, það er mjög space-að. En það verður samt nógu kalt í Chicago. Og ég býð varla í þennan vetur með olíuverðið í $70. Þetta verður spennandi. Kannski við systkynin förum að metast um hvar er kaldara. Orri bróðir minn litli er nú í Ottawa með Bryndísi sinni. Þeim er enn ekki orðið kalt. Það líður að því. He he. Þau eru með heimasíðu. Ætli ég reyni ekki að færa hana inná listann minn. Við tækifæri. Já ég er ekkert hrikalega hress eitthvað. Jæja. Ætli ég hressist ekki við aikido. Ég vona það.
Comments:
<< Home
Þeir geta verið erfiðir þessir amerísku proffar. Mundu bara að þeir eru vitlausari en þeir halda ;)
Hvenær er svo von á ykkur Óla til Køben? Hér er bæði til Settlers og rauðvín :)
Hvenær er svo von á ykkur Óla til Køben? Hér er bæði til Settlers og rauðvín :)
Takk Árdís! Ég er mjög spennt fyrir því að flytja til Köben, en það á ekki við um alla fjölskyldumeðlimi...
Skrifa ummæli
<< Home