20.9.05

Huggulegheit i Chicago

Það er svona helst að frétta héðan frá Chicago að við höfum það hrikalega huggulegt með Sigurdísi okkar þessa dagana. Í gær slökuðum við á eftir amstur helgarinnar, ég dró Sigurdísi reyndar í Hyde Park Produce sem er besta búðin og við fengum gúllas a lá Oli. Ég er búin að vera svaka dugleg að vinna. Hitti prófessorinn í dag og hann virtist bara vera nokkuð kátur. Ég gat sýnt honum tvö gröf sem ég hafði fengið úr forritinu sem honum leist bara vel á svo nú get ég farið að taka frí. Eða þannig.

Í kvöld erum við að fara í Second City á leikrit sem heitir Red Scare. Um það stendur "explosive exploration of current political and cultural climate". Ég hugsa að þetta verði mjög skemmtilegt. Síðan ætlum við að skoða Chicago Board of Trade á morgun, okkur er búið að langa að gera það síðan við fluttum hingað og við ætlum að passa okkur á því núna að vera ekki með neina tösku. Það er nefnilega ekki hægt að fá að koma inn með tösku og ekki vilja þeir geyma fyrir mann. Ekki laust við að vera nokkuð undarlegt.

Comments:
Ég held að við Orri verðum að fá uppskriftina af gúllas la Óle! því við kunnum ekki að elda neitt svona handhægt sem verður betra eftir því sem það eldist, þ.e.a.s ef þessi lýsing á þá við.

Bryndís (og Orri sem er ekki heima en hefur talað mikið um þetta gúllas)
 
Já, því er ég sammála. Það eina sem þarf er nógu stór pottur svo maður geti gert nógu mikið til að gúllasið klárist ekki áður en það er orðið nógu gamalt.
Ég skelli uppskriftinni inn við tækifæri. En hvað ég er glöð að litlu systkyni mín/tengdasystkyn séu orðin svona fullorðin og responsible. Jei!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?