16.9.05

Free happy hour

Nemendaráð raunvísindadeildar er með happy hour á hverjum föstudags eftirmiðdegi. Þar er boðið upp á "Chicago style deep dish pizza", samosa og bjór fyrir mjög vægt gjald, dollar fyrir bjór og pizzu, fimmtíu cent fyrir samosa. Alveg ótrúlegt að í dag er hægt að fá hluti fyrir sent. En í dag, þá er spes happy hour og allt er ókeypis!!! Jei. Og ekki er verra að happy hour fer alltaf fram í byggingunni minni. Mín bygging er svo hip.

Ég hlakka svo til að fá Sigurdísi vinkonu mína í heimsókn. Hei hó jibbi jei!! Sjúbbí dú. Dagskráin er smám saman að koma í ljós. Afmælispartý fyrir Roj á Mexíkönskum veitingastað á morgun. Þá ætla ég að muna að taka með mér skilríki. Á sunnudaginn er klifur og Trader, aðeins líka að tékka á WholeFoods til að athuga hvort SKYRið hafi komist til Chicago. Síðan er ég ekki komin lengra. Ætli ég leyfi ekki Sigurdísi að leggja orð í belg. Annars langar mig að fara í MCA, museum of contemporary art. Það er uppáhalds safnið mitt í Chicago. Það er svo gott safn. Aðeins ein pínuponsu lítil sýning sem er "föst" annars er allt breytilegt. Safnið er akkúrat hæfilega stórt og maður getur skoðað allt á svona tvem tímum. Og síðast en ekki síst er frítt á þriðjudögum. Svo ætli ég leggi ekki til að við förum í safn þetta á þriðjudaginn. Það kemst enginn undan því að fara með mig á þetta safn sem kemur til Chicago að heimsækja mig. He he he.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?