8.9.05
Abstract dagur
Í dag er hálfur jarðeðlisfræðiheimurinn á haus að skrifa abstract. Því skilafrestur til AGU rennur út í dag. Nánar eftir klukkutíma. Það er hrikalega erfitt að skrifa abstract. Eða þannig. Fyrst er það ekkert erfitt, maður bara skrifar eitthvað. En síðan fer maður að fá bakþanka. Maður er náttúrulega ekki búinn að spá í því sem maður ætlar að sýna eftir 3 mánuði. Maður er bara búinn að spá í hverju maður ætlar að spá í. Svo hvernig á maður að vita hver niðurstaðan verður? Æ æ æ.