14.9.05
Rockin' skrifstofa
Fyrst ég vaknaði svona snemma í morgun varð ég svo þreytt um miðjan daginn að ég þurfti hreinlega að fara heim og leggja mig eftir hádegismatinn. Svo nú á skrifstofunni fram eftir kvöldi. En það er alls ekki slæmt. Því uppáhalds systir mín fyllti itunesið mitt af rokki. Svo núna glymur Guns and Roses um alla hæðina. Led Zepplin hefur líka fengið að leggja orð í belg, svo þetta er hið besta partý.
Ég var líka að fatta að ég get stjórnað því hversu vel tölvan vinnur. Á daginn þegar ég er eitthvað að dúlla læt ég hana bara vera rólega. En núna þegar ég vil þrusa forritinu í gegn sem fyrst, stilli ég hana á "þrus" og fylgist síðan með henni svitna. He he he. Svolítið góð nýbreytni fyrir skólastelpu eins og mig sem þekki ekki annað en að gera það sem mér er sagt.
Forritið er tilbúið. Það er bara eitt pínu bögg sem skiptir í sjálfu sér ekki máli en væri betra að hafa ekki... En núna er ég að "leika" sem er víst ástæðan fyrir því að maður gerir líkan. Til að leika og læra. Jei!
Ég var líka að fatta að ég get stjórnað því hversu vel tölvan vinnur. Á daginn þegar ég er eitthvað að dúlla læt ég hana bara vera rólega. En núna þegar ég vil þrusa forritinu í gegn sem fyrst, stilli ég hana á "þrus" og fylgist síðan með henni svitna. He he he. Svolítið góð nýbreytni fyrir skólastelpu eins og mig sem þekki ekki annað en að gera það sem mér er sagt.
Forritið er tilbúið. Það er bara eitt pínu bögg sem skiptir í sjálfu sér ekki máli en væri betra að hafa ekki... En núna er ég að "leika" sem er víst ástæðan fyrir því að maður gerir líkan. Til að leika og læra. Jei!