28.8.05
Á leið í kanóferð!
Ég myndi ekki segja að það sé okkar sterka hlið að pakka létt... Æ æ, ég veit ekki hvernig þetta á eftir að ganga, við erum með endalaust af dóti og það er allt mjög mikilvægt. Við kunnum eiginlega bara að "car-camp". Erum með rúmgott tjald og dýnur sem heita "base-camp". En það mikilvægasta er að Arya er til. Hún er núna í þorpi fyrir utan konungshöllina þar sem Lannister strákurinn er orðinn konungur og var að enda við að láta hálfshöggva föður hennar. Það verður spennandi að vita hvernig ævintýrum hún á eftir að lenda í og hvort hún nái að hefna sín á þessum óþolandi og illa Joffrey. Það verður líka spennandi að vita hverjir ferðafélagar hennar verða því hún er eiginlega búin að komast að því að það er ómögulegt fyrir 10 ára stelpu að ferðast einsömul og ef eitthvað á eftir að gerast þá verður hún að finna sér crew. En það kemur í ljós í leiðinni frá Minneapolis til áfangastaðsins.
26.8.05
Auhhh
Vá! Tölvan talaði við mig. Óumbeðin. Ég var að skoða hversu margir kíkja á síðuna mína á dag (10 á góðum degi) og þá sagði hún:
"Please type your message in the text box"
Ég sé ekkert text box né get ég áttað mig á því frá hvaða forriti þessi skilaboð koma. Ætli þetta séu skilaboð frá öðru sólkerfi? Frekar freaky. Og ég svo vulnerable og alein heima hjá mér. Þessi heimsókn á fjölskyldu-skipulags-stofuna var ekki sú skemmtilegasta. Eins gott að Óli kom með til að halda í höndina mína. Læknarnir voru ekki beint vanir því að taka prik úr handlegg og það tók hana alveg korter að skera mig og stinga, Óli sagði að hún stakk líka töngunum inn í mig til að reyna að finna þetta prik. Á meðan var ég milli heims og helju... Eða þannig. Hefði hún ekki talað við sjálfa sig allan tíman "bíddu, nú sé ég það ekki lengur, það var þarna rétt áðan, kannski þarf ég að skera dýpra, ég finn það, en ég næ ekki almennilega taki. Hmm, já, já, það er að koma, ég er alveg að ná því, ahh, þarna missti ég það, ég ætla bara að reyna að þrýsta því út, nei, gengur ekki" Ég hélt þetta myndi aldrei hætta. Síðan þessi tilfinning þegar blóðið hættir að flæða upp í höfuðið og mann langar til að segja eitthvað en það gerist ekkert. En síðan tókst þetta og prikið kom út. Hvítt. Það var blátt þegar það var sett inn.
Ef þessi text-kassi myndi poppa upp og ég ætti að skrifa inn skilaboð til annars sólkerfis. Hvað myndi ég skrifa? Kannski "Elvis lifir!" Og síðan eftir nokkrar milljónir ára þegar skilaboðin kæmust á leiðarenda myndi þessi menning reyna að átta sig á því hvað það þýðir. Ha ha. Ætli þessi hjúkka hafi tekið eina skrúfu úr mér í leiðinni! Kannski myndi ég frekar segja "Please recycle".
"Please type your message in the text box"
Ég sé ekkert text box né get ég áttað mig á því frá hvaða forriti þessi skilaboð koma. Ætli þetta séu skilaboð frá öðru sólkerfi? Frekar freaky. Og ég svo vulnerable og alein heima hjá mér. Þessi heimsókn á fjölskyldu-skipulags-stofuna var ekki sú skemmtilegasta. Eins gott að Óli kom með til að halda í höndina mína. Læknarnir voru ekki beint vanir því að taka prik úr handlegg og það tók hana alveg korter að skera mig og stinga, Óli sagði að hún stakk líka töngunum inn í mig til að reyna að finna þetta prik. Á meðan var ég milli heims og helju... Eða þannig. Hefði hún ekki talað við sjálfa sig allan tíman "bíddu, nú sé ég það ekki lengur, það var þarna rétt áðan, kannski þarf ég að skera dýpra, ég finn það, en ég næ ekki almennilega taki. Hmm, já, já, það er að koma, ég er alveg að ná því, ahh, þarna missti ég það, ég ætla bara að reyna að þrýsta því út, nei, gengur ekki" Ég hélt þetta myndi aldrei hætta. Síðan þessi tilfinning þegar blóðið hættir að flæða upp í höfuðið og mann langar til að segja eitthvað en það gerist ekkert. En síðan tókst þetta og prikið kom út. Hvítt. Það var blátt þegar það var sett inn.
Ef þessi text-kassi myndi poppa upp og ég ætti að skrifa inn skilaboð til annars sólkerfis. Hvað myndi ég skrifa? Kannski "Elvis lifir!" Og síðan eftir nokkrar milljónir ára þegar skilaboðin kæmust á leiðarenda myndi þessi menning reyna að átta sig á því hvað það þýðir. Ha ha. Ætli þessi hjúkka hafi tekið eina skrúfu úr mér í leiðinni! Kannski myndi ég frekar segja "Please recycle".
Vakna snemma...
Það er smá átak í gangi að reyna að vakna fyrr á morgnanna. Ég rétt náði að koma mér frammúr tuttugu mínútur yfir tíu. Við erum nefnilega að fara í frí og þá er ómögulegt að vera með sólarhringinn svona á hvolfi. En ég þurfti líka að vakna snemma því ég er að fara á Family Planning Clinic klukkan eitt. Bandaríkjamenn eru nú heldur aftarlega á merinni þegar kemur að family-planning. Prikið, sem sett er inn í handlegginn, er ekki hægt að fá hér. Hjúkkur og læknar eru að berjast fyrir því en það er enn í einhverjum hnút þarna í Washington. En læknarnir í klínikinni sögðust myndu spá í hvernig ætti að taka þetta út og ég vona að þeir hafi gert það.
Við sáum fertuga hreina sveininn í gær. Ljómandi góð grínmynd. Óli var svo sár yfir að við mamma og Sunnsa fórum á Johnny Rocket án hans svo við fórum loksins í gær á hann líka. Óli fékk sér Big Apple shake. Það var mjólkurhristingur með helli eplaköku sneið útí, hökkuð saman við ísinn. Mjög fyndið og svaka gott líka.
Við sáum fertuga hreina sveininn í gær. Ljómandi góð grínmynd. Óli var svo sár yfir að við mamma og Sunnsa fórum á Johnny Rocket án hans svo við fórum loksins í gær á hann líka. Óli fékk sér Big Apple shake. Það var mjólkurhristingur með helli eplaköku sneið útí, hökkuð saman við ísinn. Mjög fyndið og svaka gott líka.
25.8.05
Innipúki
Það er alveg vonlaust að vera inni hjá sér allan daginn. Ég þurfti að vera heima í dag því ég þurfti nauðsinlega að nota heimilistölvuna og síðan varð ég svöng þannig að ég hitaði mér mat og síðan var klukkan bara orðin hálf sex þegar ég var tilbúin að fara út. Og þá nennir maður allt ekki út. Nágrannarnir okkar vökvað svo mikið að það heyrist eins og það sé rigning og þá vill maður ennþá síðar fara út. En ég er að fara í aikido eftir klukkutíma, þá neyðist ég sem betur fer út. Stundum er eitthvað svo mikið vesen að vera til.
Fyrst þetta blogg er svona á neikvæðu nótumun þá get ég komið því á framfæri hér að ekkert fer verr saman en ananas og rauðvín. Það var sannreynt í gærkvöldi. Vísindalega.
Fyrst þetta blogg er svona á neikvæðu nótumun þá get ég komið því á framfæri hér að ekkert fer verr saman en ananas og rauðvín. Það var sannreynt í gærkvöldi. Vísindalega.
24.8.05
Herra Bush og gróðurhússáhrifin
New York Times greinir frá því í dag að fyrst að herra Bush sé ekki að gera neitt til þess að hamla losun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftið þá eru 8 fylki á norðaustur ströndinni búin að taka höndum saman og setja sér mörk. Það eru ekki mjög metnaðarfull mörk að mati umhverfissinna en frumkvæðið er mikilvægt. Haft var samband við James Connaughton sem er chairman of the White House Council on Environmental Quality og sagðist hann fagna því að menn væru að leggja forsetanum lið í umhverfismálum. Ha ha ha. NYT hefði átt að geyma þetta fyrir brandara blaðið sem kemur út á fimmtudögum eða eitthvað. Reyndar vissi ég ekki að það kæmi brandarablað með NYT fyrr en Sunna systir mín var að lesa það einn morguninn. En ég hef nú aldrei heyrt annað eins. Leggja forsetanum lið. Ha ha ha. Get bara ekki hætt að hlæja.
23.8.05
Kanó ferð
Það tekur engan endi á það hversu mikið er að gerast hjá okkur í sumar. Á sunnudaginn erum við að fara í kanó ferð, í 4 daga, norður á landamæri BNA og Kanada. Í vötn sem heita Border-Lakes. Við förum fyrst til Minneapolis og fáum að gista hjá foreldrum Angie. Það verður gaman að sjá loksins þessa borg því ég hef séð hana svona milljón sinnum úr lofti en aldrei frá jafnsléttu.
Núna er ég aftur farin að vinna í líkaninu... Það gengur ágætlega. Vantar bara smá stress og tímahrak. Meira hvað maður er eitthvað erfiður.
Núna er ég aftur farin að vinna í líkaninu... Það gengur ágætlega. Vantar bara smá stress og tímahrak. Meira hvað maður er eitthvað erfiður.
Game of Thrones
Heitir bók sem ég er að lesa þessa dagana og Óli las áður en ég fór að lesa hana. Þetta er fantasíu saga sem þýðir að hún gerist í heimi sem er bara til í mjög ákveðnum skilningi og þar búa hugsanlega líka drekar og galdramenn. Í þessum heimi ríkir árstíð árum saman, en sagan gerist þegar það er búið að vera sumar í tíu ár og núna halda menn að veturinn fari að koma. Aðal söguhetjurnar eru Starka-fjölskyldan en hún býr norðarlega og þekkir kulda og harðindi vel. Winter is coming eru þeirra einkunnarorð.
Ég mæli eindregið með þessari sögu. Hún er spennandi fram yfir öll mörk. Venjulega er ég ekki hrifin af bókum sem Óli mælir með við mig og er þetta fyrsta undantekningin. Hún er mjög vel skrifuð og ég myndi segja að hún sé ekki langt frá því að vera í sama flokki og Hringadróttinssaga. Spil var búið til eftir þessari sögu, sem er í þremur bindum, og ég er orðin frekar spennt fyrir því að spila það.
Ég var að byrja að búa til spilið sem ég fattaði uppá. Síðan nennti ég því ekki lengur því mér sýnist það ekki muni verða neitt sérstaklega skemmtilegt. Eða kannski er bara leiðinlegt að búa það til en skemmtilegt að spila það. Hmm. Ég hafði einhvernveginn ímyndað mér að það yrði svaka skemmtilegt að búa það til. En síðan er það ekki svo.
Ég mæli eindregið með þessari sögu. Hún er spennandi fram yfir öll mörk. Venjulega er ég ekki hrifin af bókum sem Óli mælir með við mig og er þetta fyrsta undantekningin. Hún er mjög vel skrifuð og ég myndi segja að hún sé ekki langt frá því að vera í sama flokki og Hringadróttinssaga. Spil var búið til eftir þessari sögu, sem er í þremur bindum, og ég er orðin frekar spennt fyrir því að spila það.
Ég var að byrja að búa til spilið sem ég fattaði uppá. Síðan nennti ég því ekki lengur því mér sýnist það ekki muni verða neitt sérstaklega skemmtilegt. Eða kannski er bara leiðinlegt að búa það til en skemmtilegt að spila það. Hmm. Ég hafði einhvernveginn ímyndað mér að það yrði svaka skemmtilegt að búa það til. En síðan er það ekki svo.
22.8.05
Pottur
Í kveðjugjöf gáfu mamma og Sunna okkur pott sem er búinn þannig til að bræddu járni er hellt í mót. Svona pottur heitir víst Pottur, eða pott-pottur. Svipað og karlinn heitir Karl. Núna er ég búinn að segja karl svo oft í höfðinu mínu að ég er ekki lengur viss um að það sé nafn eða orð yfir höfuð.
Við erum ekki búin að borða nema úr nýja Pottinum síðan við fengum hann. Fyrst eldaði Óli gúllas á franska vísu sem mamma og Sunna fengu líka í kveðju-kvöldmat. Við vorum að borða síðustu bitana núna í hádegismat. Alveg himneskt. Í gær eldaði ég kjúkling í karrí á franska vísu líka. Það var líka hrikalega gott. Og getur bara batnað. Þetta er risastór pottur og ef maður passar að elda fullan pott þá endist maturinn í marga daga. Og verður alltaf betri og betri.
Ég er komin með plan sem ég vona að eigi eftir að virka vel. Það tekur nefnilega smá tíma að elda svona pottrétt. Það þarf að skera niður fullt af grænmeti og síðan kjötið og skræla og kjarnhreinsa... svaka mikið mál og er því best að elda stóran pottrétt um helgi. Það er ólíklegt að maturinn endist alla vikuna og líka ekki óskandi þannig að þegar pottrétturinn er búinn í miðri viku, þá tekur ekki verra við. Þá verður tilbúið pizzadeig í frystikistunni sem maður tekur út að morgni og er orðið þiðið að kvöldi. Þá er lítið mál að fletja það út og skella á því sem er að visna í ískápnum og osti. Svo lítið mál. Ég hlakka núna svaka mikið til að hafa engan tíma til að elda. Jei!
Við erum ekki búin að borða nema úr nýja Pottinum síðan við fengum hann. Fyrst eldaði Óli gúllas á franska vísu sem mamma og Sunna fengu líka í kveðju-kvöldmat. Við vorum að borða síðustu bitana núna í hádegismat. Alveg himneskt. Í gær eldaði ég kjúkling í karrí á franska vísu líka. Það var líka hrikalega gott. Og getur bara batnað. Þetta er risastór pottur og ef maður passar að elda fullan pott þá endist maturinn í marga daga. Og verður alltaf betri og betri.
Ég er komin með plan sem ég vona að eigi eftir að virka vel. Það tekur nefnilega smá tíma að elda svona pottrétt. Það þarf að skera niður fullt af grænmeti og síðan kjötið og skræla og kjarnhreinsa... svaka mikið mál og er því best að elda stóran pottrétt um helgi. Það er ólíklegt að maturinn endist alla vikuna og líka ekki óskandi þannig að þegar pottrétturinn er búinn í miðri viku, þá tekur ekki verra við. Þá verður tilbúið pizzadeig í frystikistunni sem maður tekur út að morgni og er orðið þiðið að kvöldi. Þá er lítið mál að fletja það út og skella á því sem er að visna í ískápnum og osti. Svo lítið mál. Ég hlakka núna svaka mikið til að hafa engan tíma til að elda. Jei!
20.8.05
Professor tekur gleði sina
Jepp, mamma og Sunnsa komnar heim til sín og ég komin í skólann. Allt eins og það á að vera. Ég vona að prófessorinn geti sofið rólega á ný en hann virtist ekki vera of kátur með það að ég taki þrefalt frí miðað við það sem þekkist hér. Svo nú er ég komin á fullt aftur. Úthvíld eftir góða samveru með stelpunum.
Ég verð líka að vinna vel núna því það fer að styttast í kanó-ferð á Markarvötnunum (Borderlakes). Foreldrar Angie eiga kanó sem þau ætla að lána okkur í nokkra daga. Ég hlakka svaka til að fara í tjaldútilegu með þeim Angie og Justin. Það verður gaman. Núna á ég líka svo fínar græjur, tjald, dýnur og svona emaleraða bolla, prímus og kaffikönnu.
Annars er bara ekkert að frétta. Við Óli erum saman á bókasafninu mínu, sem er reyndar orðið að kaffistofu, að læra. Hann er líka með pressandi verkefni. Jamm jamm.
Ég verð líka að vinna vel núna því það fer að styttast í kanó-ferð á Markarvötnunum (Borderlakes). Foreldrar Angie eiga kanó sem þau ætla að lána okkur í nokkra daga. Ég hlakka svaka til að fara í tjaldútilegu með þeim Angie og Justin. Það verður gaman. Núna á ég líka svo fínar græjur, tjald, dýnur og svona emaleraða bolla, prímus og kaffikönnu.
Annars er bara ekkert að frétta. Við Óli erum saman á bókasafninu mínu, sem er reyndar orðið að kaffistofu, að læra. Hann er líka með pressandi verkefni. Jamm jamm.
14.8.05
Hrikalega gott í Chicago
Við erum hérna enn, mæðgurnar þrjár og Óli að spóka okkur. Í dag fórum við lengst út í úthverfi að klifra, síðan fórum við heim að borða afgangana frá Lao Szhe Chuan (eða eitthvað!) sem reyndust hafa aukist í styrkleika hvað varðar sterkleika og minnstu munaði að það hreinlega kviknaði í húsinu. En við rétt sluppum. Síðan erum við búin að spila Bridds, mamma er bara mjög góð í bridds. Sunna er ótrúlega góð í bridds, ég held hún sé fædd með náttúrulega briddshæfileika.
Ég er svo spennt í Harry að ég get varla um annað hugsað, svo ég held ég geti ekki skrifað neitt meira.
Ég er svo spennt í Harry að ég get varla um annað hugsað, svo ég held ég geti ekki skrifað neitt meira.
6.8.05
Allt að gerast i Chicago-könnun
Óstöðvandi erum við að kanna ýmsa króka og kima Chicago. Sunna fékk loksins að sjá hvernig down-town er og hvernig búðir eru þar. Hissa urðum við við að sjá að hér er núna heims-hátíð jazz-ballets. Við fórum í gær að horfa á dans-stjörnur og það var alveg ótrúlegt, hvað fólk er flinkt og getur búið til áhrifamikla og skemmtilega dansa. Við féllum í stafi.
Í dag heilsuðum við upp á bændur og keyptum af þeim nýtínda ávexti og grænmeti. Ég sýndi mæðgunum líka besta vin minn hann trader Joes, I love him. Hann gerir svo gott múslí og soja mjólk og brauð og ost. Við gátum líka keypt gler í bodum könnuna og átt eðlilega morgna hér eftir, það var mikill léttir. Síðan kíktum við á ströndina. Ég veit ekki hvernig ég get sagt þetta án þess að það komi illa út en hún er hér í 10 mínútna göngufjarlægð. Og. Við Óli. Við höfðum bara ekki áttað okkur á því að það er strönd hérna fyrir utan dyrnar hjá okkur. Við löbbum sko alltaf í hina áttina. Í skólann sko. En þetta er svona alvöru Majorka strönd, bikinískvísur, sólhlífar og strand-boltar, vatnsmelónur, allt tilheyrandi, að ógleymdum steikjandi hita og sól. Þannig að það var sniðugt fyrir okkur að fatta það. Sunna var líka ánægð með það.
Á morgun er fyrirhugað að fara að klifra. Mamma var nú ekki spennt fyrir því. Hún ætlar að vera heima og njóta Hyde Park. Það verður ekki verra. HP er very nice. Það er voða ljúft að hafa mömmu sína og systur í heimsókn.
Í dag heilsuðum við upp á bændur og keyptum af þeim nýtínda ávexti og grænmeti. Ég sýndi mæðgunum líka besta vin minn hann trader Joes, I love him. Hann gerir svo gott múslí og soja mjólk og brauð og ost. Við gátum líka keypt gler í bodum könnuna og átt eðlilega morgna hér eftir, það var mikill léttir. Síðan kíktum við á ströndina. Ég veit ekki hvernig ég get sagt þetta án þess að það komi illa út en hún er hér í 10 mínútna göngufjarlægð. Og. Við Óli. Við höfðum bara ekki áttað okkur á því að það er strönd hérna fyrir utan dyrnar hjá okkur. Við löbbum sko alltaf í hina áttina. Í skólann sko. En þetta er svona alvöru Majorka strönd, bikinískvísur, sólhlífar og strand-boltar, vatnsmelónur, allt tilheyrandi, að ógleymdum steikjandi hita og sól. Þannig að það var sniðugt fyrir okkur að fatta það. Sunna var líka ánægð með það.
Á morgun er fyrirhugað að fara að klifra. Mamma var nú ekki spennt fyrir því. Hún ætlar að vera heima og njóta Hyde Park. Það verður ekki verra. HP er very nice. Það er voða ljúft að hafa mömmu sína og systur í heimsókn.
3.8.05
Afmæli !!
Ég er alveg að verða 27! Bara 2 tímar í það. Mæðgur tvær komust heilar á höldnu til Chicago og ég myndi segja að fyrsti dagurinn hafi verið góður. Farið var í göngutúr um hverfið. Háskólinn skoðaður í þaula og slakað á á kaffihúsi. Third world cafe. Hitinn var yfir góð mörk svo flúið var heim tiltölulega fljótlega. Þar tók hins vegar ekki kaldara við því Tinna fór að baka brauð og mamma tók að sér að baka afmælisvínarbrauð.
Ég hlakka svo til að eiga afmæli. Það er svo gaman að vera aðal. Ég veit enn ekki hvað við gerum. Eitthvað sniðugt sem felur ekki í sér langa göngutúra utandyra.
Ég hlakka svo til að eiga afmæli. Það er svo gaman að vera aðal. Ég veit enn ekki hvað við gerum. Eitthvað sniðugt sem felur ekki í sér langa göngutúra utandyra.
2.8.05
Allt á öðrum endanum
Tiltekt aldarinnar í gangi í tilefni heimsóknar móður og systur. Hillur hafa verið settar upp. Perustykki í lampa sett. Sófar og stólar liggja reyndar enn í nokkrum hlutum og einn er í höndum WWII veterans. Það gengur ekkert lítið á. Óli er búinn að taka til í ískáp og kompu. Heilmikið skipulag komið á hana. Meira að segja file-server, með þráðlausu korti. Svakalega nýtískulegt.
Síðan er hálft hverfið að flytja og eigum við því núna fullt fullt af lömpum, perum, diskum og glösum, hveiti, niðursuðudósum og öðru sem fólki finnst ekki taka að flytja með sér. Starter í súrdeig. Svo ekki sé minnst á vínskápinn, ég skammast mín næstum því fyrir að eiga svona mikið áfengi. Úff.
Síðan er hálft hverfið að flytja og eigum við því núna fullt fullt af lömpum, perum, diskum og glösum, hveiti, niðursuðudósum og öðru sem fólki finnst ekki taka að flytja með sér. Starter í súrdeig. Svo ekki sé minnst á vínskápinn, ég skammast mín næstum því fyrir að eiga svona mikið áfengi. Úff.