26.8.05

Vakna snemma...

Það er smá átak í gangi að reyna að vakna fyrr á morgnanna. Ég rétt náði að koma mér frammúr tuttugu mínútur yfir tíu. Við erum nefnilega að fara í frí og þá er ómögulegt að vera með sólarhringinn svona á hvolfi. En ég þurfti líka að vakna snemma því ég er að fara á Family Planning Clinic klukkan eitt. Bandaríkjamenn eru nú heldur aftarlega á merinni þegar kemur að family-planning. Prikið, sem sett er inn í handlegginn, er ekki hægt að fá hér. Hjúkkur og læknar eru að berjast fyrir því en það er enn í einhverjum hnút þarna í Washington. En læknarnir í klínikinni sögðust myndu spá í hvernig ætti að taka þetta út og ég vona að þeir hafi gert það.

Við sáum fertuga hreina sveininn í gær. Ljómandi góð grínmynd. Óli var svo sár yfir að við mamma og Sunnsa fórum á Johnny Rocket án hans svo við fórum loksins í gær á hann líka. Óli fékk sér Big Apple shake. Það var mjólkurhristingur með helli eplaköku sneið útí, hökkuð saman við ísinn. Mjög fyndið og svaka gott líka.

Comments:
Og bíddu af hverju er prikið að yfirgefa handlegginn??? Er kominn tími á nýtt prik eða er verið að fara að fjölga mannkyninu?

Vala
 
Prikið var komið að endalokum ferilsins síns. Því miður er ekki hægt að fá prik í ameríkunni, en það er ýmislegt í boði og við hjónin fengum lausn sem hentar okkur báðum. Eða eitthvað. Lágmarkar skapsveiflur og heldur mannkyninu í 6 eða 7 milljörðum.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?