22.8.05

Pottur

Í kveðjugjöf gáfu mamma og Sunna okkur pott sem er búinn þannig til að bræddu járni er hellt í mót. Svona pottur heitir víst Pottur, eða pott-pottur. Svipað og karlinn heitir Karl. Núna er ég búinn að segja karl svo oft í höfðinu mínu að ég er ekki lengur viss um að það sé nafn eða orð yfir höfuð.

Við erum ekki búin að borða nema úr nýja Pottinum síðan við fengum hann. Fyrst eldaði Óli gúllas á franska vísu sem mamma og Sunna fengu líka í kveðju-kvöldmat. Við vorum að borða síðustu bitana núna í hádegismat. Alveg himneskt. Í gær eldaði ég kjúkling í karrí á franska vísu líka. Það var líka hrikalega gott. Og getur bara batnað. Þetta er risastór pottur og ef maður passar að elda fullan pott þá endist maturinn í marga daga. Og verður alltaf betri og betri.

Ég er komin með plan sem ég vona að eigi eftir að virka vel. Það tekur nefnilega smá tíma að elda svona pottrétt. Það þarf að skera niður fullt af grænmeti og síðan kjötið og skræla og kjarnhreinsa... svaka mikið mál og er því best að elda stóran pottrétt um helgi. Það er ólíklegt að maturinn endist alla vikuna og líka ekki óskandi þannig að þegar pottrétturinn er búinn í miðri viku, þá tekur ekki verra við. Þá verður tilbúið pizzadeig í frystikistunni sem maður tekur út að morgni og er orðið þiðið að kvöldi. Þá er lítið mál að fletja það út og skella á því sem er að visna í ískápnum og osti. Svo lítið mál. Ég hlakka núna svaka mikið til að hafa engan tíma til að elda. Jei!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?