20.8.05
Professor tekur gleði sina
          Jepp, mamma og Sunnsa komnar heim til sín og ég komin í skólann.  Allt eins og það á að vera.  Ég vona að prófessorinn geti sofið rólega á ný en hann virtist ekki vera of kátur með það að ég taki þrefalt frí miðað við það sem þekkist hér.  Svo nú er ég komin á fullt aftur.  Úthvíld eftir góða samveru með stelpunum.  
Ég verð líka að vinna vel núna því það fer að styttast í kanó-ferð á Markarvötnunum (Borderlakes). Foreldrar Angie eiga kanó sem þau ætla að lána okkur í nokkra daga. Ég hlakka svaka til að fara í tjaldútilegu með þeim Angie og Justin. Það verður gaman. Núna á ég líka svo fínar græjur, tjald, dýnur og svona emaleraða bolla, prímus og kaffikönnu.
Annars er bara ekkert að frétta. Við Óli erum saman á bókasafninu mínu, sem er reyndar orðið að kaffistofu, að læra. Hann er líka með pressandi verkefni. Jamm jamm.
          
		
 
  
Ég verð líka að vinna vel núna því það fer að styttast í kanó-ferð á Markarvötnunum (Borderlakes). Foreldrar Angie eiga kanó sem þau ætla að lána okkur í nokkra daga. Ég hlakka svaka til að fara í tjaldútilegu með þeim Angie og Justin. Það verður gaman. Núna á ég líka svo fínar græjur, tjald, dýnur og svona emaleraða bolla, prímus og kaffikönnu.
Annars er bara ekkert að frétta. Við Óli erum saman á bókasafninu mínu, sem er reyndar orðið að kaffistofu, að læra. Hann er líka með pressandi verkefni. Jamm jamm.

