24.8.05

Herra Bush og gróðurhússáhrifin

New York Times greinir frá því í dag að fyrst að herra Bush sé ekki að gera neitt til þess að hamla losun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftið þá eru 8 fylki á norðaustur ströndinni búin að taka höndum saman og setja sér mörk. Það eru ekki mjög metnaðarfull mörk að mati umhverfissinna en frumkvæðið er mikilvægt. Haft var samband við James Connaughton sem er chairman of the White House Council on Environmental Quality og sagðist hann fagna því að menn væru að leggja forsetanum lið í umhverfismálum. Ha ha ha. NYT hefði átt að geyma þetta fyrir brandara blaðið sem kemur út á fimmtudögum eða eitthvað. Reyndar vissi ég ekki að það kæmi brandarablað með NYT fyrr en Sunna systir mín var að lesa það einn morguninn. En ég hef nú aldrei heyrt annað eins. Leggja forsetanum lið. Ha ha ha. Get bara ekki hætt að hlæja.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?