14.8.05

Hrikalega gott í Chicago

Við erum hérna enn, mæðgurnar þrjár og Óli að spóka okkur. Í dag fórum við lengst út í úthverfi að klifra, síðan fórum við heim að borða afgangana frá Lao Szhe Chuan (eða eitthvað!) sem reyndust hafa aukist í styrkleika hvað varðar sterkleika og minnstu munaði að það hreinlega kviknaði í húsinu. En við rétt sluppum. Síðan erum við búin að spila Bridds, mamma er bara mjög góð í bridds. Sunna er ótrúlega góð í bridds, ég held hún sé fædd með náttúrulega briddshæfileika.

Ég er svo spennt í Harry að ég get varla um annað hugsað, svo ég held ég geti ekki skrifað neitt meira.

Comments:
Hvernig fannst þér svo harry?
 
Góð. Kaflinn um Snape góður. Ekki mjög viðburðarík almennt og endirinn náttúrulega mjög hrikalegur. Ég var í marga daga að jafna mig. En þegar ég spjallaði við tvær stelpur sem eru með mér í bekk, þá voru þær með hugmyndir um að Dumbledore hefði verið að biðja Snape um að gera það sem hann gerði. Snape hefði í raun ekki svikið D. Ég held að Snape sé á góðu hliðinni, þó það virðist kannski ekki vera svo. Ég vona það allavegana.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?