26.8.05

Auhhh

Vá! Tölvan talaði við mig. Óumbeðin. Ég var að skoða hversu margir kíkja á síðuna mína á dag (10 á góðum degi) og þá sagði hún:

"Please type your message in the text box"

Ég sé ekkert text box né get ég áttað mig á því frá hvaða forriti þessi skilaboð koma. Ætli þetta séu skilaboð frá öðru sólkerfi? Frekar freaky. Og ég svo vulnerable og alein heima hjá mér. Þessi heimsókn á fjölskyldu-skipulags-stofuna var ekki sú skemmtilegasta. Eins gott að Óli kom með til að halda í höndina mína. Læknarnir voru ekki beint vanir því að taka prik úr handlegg og það tók hana alveg korter að skera mig og stinga, Óli sagði að hún stakk líka töngunum inn í mig til að reyna að finna þetta prik. Á meðan var ég milli heims og helju... Eða þannig. Hefði hún ekki talað við sjálfa sig allan tíman "bíddu, nú sé ég það ekki lengur, það var þarna rétt áðan, kannski þarf ég að skera dýpra, ég finn það, en ég næ ekki almennilega taki. Hmm, já, já, það er að koma, ég er alveg að ná því, ahh, þarna missti ég það, ég ætla bara að reyna að þrýsta því út, nei, gengur ekki" Ég hélt þetta myndi aldrei hætta. Síðan þessi tilfinning þegar blóðið hættir að flæða upp í höfuðið og mann langar til að segja eitthvað en það gerist ekkert. En síðan tókst þetta og prikið kom út. Hvítt. Það var blátt þegar það var sett inn.

Ef þessi text-kassi myndi poppa upp og ég ætti að skrifa inn skilaboð til annars sólkerfis. Hvað myndi ég skrifa? Kannski "Elvis lifir!" Og síðan eftir nokkrar milljónir ára þegar skilaboðin kæmust á leiðarenda myndi þessi menning reyna að átta sig á því hvað það þýðir. Ha ha. Ætli þessi hjúkka hafi tekið eina skrúfu úr mér í leiðinni! Kannski myndi ég frekar segja "Please recycle".

This page is powered by Blogger. Isn't yours?