6.8.05

Allt að gerast i Chicago-könnun

Óstöðvandi erum við að kanna ýmsa króka og kima Chicago. Sunna fékk loksins að sjá hvernig down-town er og hvernig búðir eru þar. Hissa urðum við við að sjá að hér er núna heims-hátíð jazz-ballets. Við fórum í gær að horfa á dans-stjörnur og það var alveg ótrúlegt, hvað fólk er flinkt og getur búið til áhrifamikla og skemmtilega dansa. Við féllum í stafi.

Í dag heilsuðum við upp á bændur og keyptum af þeim nýtínda ávexti og grænmeti. Ég sýndi mæðgunum líka besta vin minn hann trader Joes, I love him. Hann gerir svo gott múslí og soja mjólk og brauð og ost. Við gátum líka keypt gler í bodum könnuna og átt eðlilega morgna hér eftir, það var mikill léttir. Síðan kíktum við á ströndina. Ég veit ekki hvernig ég get sagt þetta án þess að það komi illa út en hún er hér í 10 mínútna göngufjarlægð. Og. Við Óli. Við höfðum bara ekki áttað okkur á því að það er strönd hérna fyrir utan dyrnar hjá okkur. Við löbbum sko alltaf í hina áttina. Í skólann sko. En þetta er svona alvöru Majorka strönd, bikinískvísur, sólhlífar og strand-boltar, vatnsmelónur, allt tilheyrandi, að ógleymdum steikjandi hita og sól. Þannig að það var sniðugt fyrir okkur að fatta það. Sunna var líka ánægð með það.

Á morgun er fyrirhugað að fara að klifra. Mamma var nú ekki spennt fyrir því. Hún ætlar að vera heima og njóta Hyde Park. Það verður ekki verra. HP er very nice. Það er voða ljúft að hafa mömmu sína og systur í heimsókn.

Comments:
hæ tinna mín og til hamingju með ammælið (okkar) þann 4.ágúst. ég var í félagsskap með bróður þínum og fleiri góðum family members, vona að þú hafir haft það gott líka í faðmi familíunnar. kær kveðja og bið að heilsa, anna frænka þín
 
Hæ Tinna mín! Til hamingju með afmælið!! Kiss, kiss Svava
 
gettu hver er nýr læknir á deildinni minni.....

já, það er sigurdís.

datt í hug að þér þætti skemmtilegt að vita af mér og sigurdísi að chilla saman í vinnunni, setja niður magasondur og svoleiðis...

kv til chicago

orri
 
Já Tinna það er engin leið að segja fólki frá ströndinni sem þið eru nýbúin að uppgötva...en then again þið eruð stundum svolítið skrítin!!!

Vala
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?