25.8.05

Innipúki

Það er alveg vonlaust að vera inni hjá sér allan daginn. Ég þurfti að vera heima í dag því ég þurfti nauðsinlega að nota heimilistölvuna og síðan varð ég svöng þannig að ég hitaði mér mat og síðan var klukkan bara orðin hálf sex þegar ég var tilbúin að fara út. Og þá nennir maður allt ekki út. Nágrannarnir okkar vökvað svo mikið að það heyrist eins og það sé rigning og þá vill maður ennþá síðar fara út. En ég er að fara í aikido eftir klukkutíma, þá neyðist ég sem betur fer út. Stundum er eitthvað svo mikið vesen að vera til.

Fyrst þetta blogg er svona á neikvæðu nótumun þá get ég komið því á framfæri hér að ekkert fer verr saman en ananas og rauðvín. Það var sannreynt í gærkvöldi. Vísindalega.

Comments:
Elsku Tinna; óska ykkur góðrar kanóferðar, verður örugglega æðislegt hjá ykkur og svo verðið þið svo mikið ÚTI :-)

koss frá Beggu frænku
 
Takk! Mmm, já ég hlakka til að vera úti í náttúrunni.
Knús til Beggu ömmu-frænku
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?