29.5.05

Aspassupa og brauð

Aspassúpan var ótrúlega góð. Ég bakaði brauð úr buckwheat-hveitinu og það er líka æðislegt. Buckwheat er upprunið í Asíu, það er með hátt prótein hlutfall, um 12%, og ríkt í steinefnum líka. Ég veit ekki hvað það heitir á íslensku en það bragðast mjög vel. Ég er mjög ánægð með að hafa uppgötvað þetta korn. Það er gott fyrir sálina að baka brauð.

Það er gott að fá mat sem maður veit hvaðan er. Aspasinn var frá litlum bóndabæ í Indiana og hveitið var líka ræktað í Indiana en á öðru býli. Eggið með súpunni var líka frá bónda sem við hittum og osturinn reyndar frá Írlandi...

Þegar maður býr hérna í Bandaríkjunum þar sem matur er, hvað get ég sagt, ekki ofarlega í forgangsröð hjá almenningi, þá verður maður frekar fanatískur yfir því að fá almennilegan mat. Því maður er það sem maður borðar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?