12.5.05

Á einu ári

Á einu ári eykst magn koltvísýrungs í andrúmsloftinu um hálft prósent. Í dag er 376ppm CO2 í andrúmsloftinu. Þegar ég fyrst heyrði um gróðurhúsaahrifin voru um 350ppm. Síðan eftir kannski 10 ár verður hlutur CO2 400ppm. Úff. Mér finnst þetta vera óhugnalegt.

Fyrir nokkrum árum gerði Thailenska ríkistjórnin smá sýnigu á því hversu auðvelt er að spara orku og hversu mikil orka fer til spillis. Ríkissjónvarpið fór með græjur upp í eitthvert stórt orkuver og beindi myndavélunum að mælunum sem mæla hversu mikið rafmagn streymir út. Síðan var fólk beðið um að standa upp og slökkva á ljósum sem voru óþörf, inni í herbergjum eða á baðinu þar sem enginn var. Eftir svona eina mínútu þá hafði orkuútstreymið lækkað um helming. Alveg stórkostlegt.

Á Íslandi þá finnst mér oft fólk hugsa um orkuna eins og hún sé ókeypis. Því hún kemur frá "endurnýtanlegum" orkugjöfum. Það má kannski segja að vatnsorkan sé endurnýtanleg en það er samt heilmikið umstang að breyta henni í nýtanlega orku. Það þarf að byggja raforkuver, með stíflu og græjum. Þeir sem hafa fylgst með umstanginu á Kárahnjúkum sjá að það er ekkert smá rask sem felst í því að byggja vatnsorkuver. Spurningin er hversu langan tíma tekur raforkuverið að borga til baka orkuna sem fór í að byggja það.

Á Íslandi er því jafnmikilvægt að fara sparlega með orkuna og annarstaðar. Það er ekki skárra að vera umhverfisvænn með því að nota vatnsorku en fara síðan svo ósparlega með hana að það þarf að byggja nýtt orkuver á 10 ára fresti.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?