9.5.05

Get ekki sofið.

Það er svo vonlaust að geta ekki sofnað. Óli sefur eins og ungabarn en þúsund hugsanir streyma í gegnum huga minn og ég get með engu móti sofnað.

Ég þarf að skrifa abstrakt að fyrirlestri og skila honum á morgun.
Ég þarf að fara yfir dæmi sem ég er búin að gera og athuga hvort allt sé rétt svo ég geti skilað þeim.
Ég þarf að klára heimaverkefnið sem ég byrjaði á í kvöld.
Ég þarf að átta mig á því hvað ég ætla að segja í fyrirlestrinum og gera glærur.
Ég þarf að lesa tvær greinar.
Og síðast en ekki síst þarf ég að vakna á morgun klukkan níu... ohhh

Vonandi hjálpar það að ausa úr skálum áhyggna. Hmm, hvernig beygist orðið áhyggjur?

Þegar ég hefði frekar átt að vera heima að læra var ég í dag í Víetnamska hverfinu að spóka mig með manninum mínum og 2 skólabræðrum. Það var svaka gaman. Við byrjuðum á því að fá okkur "Pho" (eða eitthvað) sem er súpa allgóð. Maður fær skál með núðlum, nautakjöti og soði, síðan disk með baunaspírum og lime-i og basil. Síðan setur maður eins og manni lystir af spírunum, lime-inu og basilnum, bætir sterkri sósu og fiskisósu eftir smekk einnig.

Þrátt fyrir hugmyndafræði sem ég er að tileinka mér þá stóðst ég ekki freistingarinnar að kaupa beibi-banana. Ég hafði ekki smakkað þá síðan í Malasíu forðum daga og þeir eru svo góðir... Jæja, good night.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?