15.5.05

Húsbóndi

Óli eiginmaður minn er besti húsbóndi sem ég veit. Það hefur fattast að hann er afbragðskokkur og líka góður í að kaupa í matinn. Eftir að það fattaðist höfum við fengið heitan mat á hverju kvöldi. Í kvöld er meira að segja eftirréttur, ávaxtasalat. Geri aðrir betur. Það er ekkert betra en að eiga eiginmann sem er svona myndarlegur í eldhúsinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?