6.5.05

Aðal nördinn

Hvað er það seinasta sem maður býst við að finna þegar maður kemur inn á bókasafn? Reyndar má ímynda sér ymislegt sem ekki á heima á bokasafni en það er allavegana nokkuð undarlegt að hitta mann með fjólubláan augnskugga og appelsínugulann hanakamb. Sér í lagi ef sá maður er aðal nördinn í deildinni manns og er að fara að byrja í þeirri háalvarlegri stofnun sem Caltec er. Ég gaf honum skilaboðin sem Árdis myndi sennilega gefa, að hann ætti ekki að fara. En hann sett bara upp svip, svo ég skipti mér ekki meira af því.

Í Chicago er logn og ljúft. Við hjónin borðuðum hádegismat á svölunum. Það var sko ljúft. Nú er ég á bókasafninu því Carrie Bradshaw tölvan er enn á gjörgæslu. En iMac tölvan sem er inní skjánum stendur sig ágætlega í að hjálpa mér að gleyma og "move on".

This page is powered by Blogger. Isn't yours?