28.5.05

Lífrænn markaður

Heljarinnar mikil innkaup einkenndu þennan dag hjá okkur hjónum. Við byrjuðum að fara á markað nokkurn grænan. Green market. Þar keyptum við lífrænan aspas, spínat og tómata, buckwheat hveiti og red eitthvað hveiti sem uppskerst á vorin, hveitinu er plantað á haustin, síðan bíður það yfir veturinn og lifnar við á vorin. Við keyptum líka lífrænt sinnep og egg. Það var mjög góð stemmning þarna, bændur koma inn í borgina með varninginn sinn og selja á torgi. Þannig á þetta náttúrulega að vera.

Afrakstur þessar ferðar er aspassúpa sem er núna að sjóða í elshúsinu og brauð að hefast. Hrikalega gott.

En frá markaði var haldið í Wine Discount Center. Þar er á hverjum laugardegi vínsmökkun. Það finnst varla betri leið til að byrja helgi en að smakka nokkur vín. Í hádegismat fengum við ekta Chicago style pylsu. Chicagobúar eru mjög stoltir af pylsunum sínum og þær eru líka mjög góðar, ekki eitthvað SS-bull, það er hægt að fá hvernig sem er, við Óli fengum okkur Buffalo-pylsu. Hún var mjög góð.

Þá vorum við tilbúin í næstu vínsmökkun, Trader og Stanley en þetta eru bestu matvöruverslanirnar i Chicago. Síðan gátum við loksins farið heim en Þjóðverjinn sem var með okkur var orðinn heldur óþreyjufullur. Hann hafði ekki áttað sig á því hversu mikið dæmi það er að fara að versla með Óla og Young Jin.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?