17.5.05

Expo here again!

Fyrir ári síðan var ég eins og strá í vindi. Skjálfandi eins og hrísla. Það var vegna þess að þá var ég að fara að halda fyrsta fyrirlesturinn minn fyrir framan alla deildina. Prófessora í tugatali og annað eins af nemendum. Núna er komið að þessari uppákomu á nýjan leik. Nemendur halda 15 mín fyrirlestur um rannsóknaverkefni þeirra. Ég er einmitt að fara tala líka aftur. Um rannsóknaverkefnið sem er rétt svo hugmynd. En verður vonandi eitthvað meira fljótlega.

Það sem er gaman er að núna er ég miklu rólegri. Varla stressuð. Samt veit ég ekki alveg hvað ég ætla að segja og er ekki byrjuð á því að gera glærurnar. En ég held að ég verði ekki í miklum vandræðum með að finna útúr því. Fólk segir alltaf að æfingin skapar meistarann og að þetta verði auðveldara næst. Og viti menn, það er bara akkúrat þannig sem það er.

Það er reyndar einn faktor sem er öðruvísi í ár en í fyrra. Ég er fyrst til að stíga á stokk. Og það klukkan 8:45. Ég efast um að nokkur maður verður mættur. Allavegana myndi ég ekki mæta... ef það væri ekki ég sem ætti að tala.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?