28.2.09
Halló ástkæra fósturjörð
Ó hve hér er yndislegt og gott veður. Ekki fráleit hugmynd að fá sér smá ferskt loft á morgun og rétta úr beinunum eftir inniveru undanfarna mánuði. Hér er leiðin sem ég sting uppá. Ég vona að þið getið lesið skriftina mína. Mér dettur í hug að við hittumst á bílastæðinu við Rauðhóla klukkan 11. Gemmsa númerið mitt er 699-2218 ef þið eruð týnd.
Síðan erum við Óli að hugsa um að halda smá partí á föstudaginn og vonumst til að sjá ykkur þar líka. Jei!
23.2.09
Hvað leggur maður ekki á sig fyrir fiskibollur?
Það gæti verið ýmislegt en hvorki mótþróa fisksalans við að hakka fisk né hakkavélsleysi heimilishaldsins. Í tilefni bolludagsins fer ég að dæmi bróður míns og elda fiskibollur. Frá A til Ö. Saxaði kolmola í spað og bjó til fars sem lítur út eins og fiskfars. Fyrsti í fiskifars. Í desert eru náttúrulega rjómabollur. Jei, er til dagur betri en bolludagurinn? Kannski 4. ágúst.
Ég er alveg að fíla mínimalíska eldhúsið mitt. Japanska konan á ekki viskustykki og ég hef ekki nennt að koma með nein frá Chi svo það eru engin v. Ég hef heldur ekki tímt að kaupa sömu kydd og ég á í Chi svo það eru negulnaglar í næstum því öllu. Engin hakkavél né nein önnur tæki. Óli fær að hrista krukkur með rjóma og súpur eru gamaldags, enginn mixari til að gera þær flauels mjúkar. I love it. Miklu minna uppvask sem þornar af sjálfu sér. Og gott að við Óli erum fyrir kanil og negul.
Ég er alveg að fíla mínimalíska eldhúsið mitt. Japanska konan á ekki viskustykki og ég hef ekki nennt að koma með nein frá Chi svo það eru engin v. Ég hef heldur ekki tímt að kaupa sömu kydd og ég á í Chi svo það eru negulnaglar í næstum því öllu. Engin hakkavél né nein önnur tæki. Óli fær að hrista krukkur með rjóma og súpur eru gamaldags, enginn mixari til að gera þær flauels mjúkar. I love it. Miklu minna uppvask sem þornar af sjálfu sér. Og gott að við Óli erum fyrir kanil og negul.
22.2.09
Hringinn í kringum Manhattan
er nýtt project hjá okkur. Ég gaf Óla bókina "the great saunter", sem það sem hringurinn um Manhattan er; frábær göngutúr. Við erum búin að ganga tvo leggi en hringinn gengur maður rangsælis, byrjar neðst og gengur upp meðfram the Hudson, alveg upp að the cloisters og þá í suður aftur meðfram East River. Þessi bók er algjör snilld, bendir á allt það markeverða og sögulega meðfram bakkanum.
Við vorum svo heppin að ganga framhjá vínbúð í gær sem sérhæfir sig í frönskum og ítölskum vínum. Hittum þar vínbónda frá Loire dalnum sem var að leyfa fólki að smakka vín úr kjallaranum sínum. Tvö fannst okkur vera með hálfgerðum spíra-keim, það fengum við staðfest á netinu þegar heim kom, að aðrir virðast einnig vera á því. En seinni tvö sem hann leyfði okkur að smakka voru geggjuð. Annað frá 94 og hitt frá 89. Þessi vín komu úr reit sem byrjað var að rækta vín á um 1150. Þau eru með eigin appelasjón. Þau voru eins og gull á litin og brögðuðust eins og apríkósur, meðal annars.
Á leiðinni heim keyptum við okkur sitthvorn makrílinn sem Óli eldaði fyrir okkur. Ég eldaði fennel og gulrætur og við vorum bæði hrifnari af okkar eigin rétt. Ég var í vandræðum að láta mér við fiskinn lynda því ég ólst upp í þeirri trú að við Íslendingar erum ekki á því að makríll sé mannamatur. Það kemur hins vegar í ljós, þegar maður borðar hann, að hann er ljómandi bragðgóður og fátt slæmt um hann að segja, nema kannski að það er mögulegt að finna smá lýsiskeim, stundum.
Við vorum svo heppin að ganga framhjá vínbúð í gær sem sérhæfir sig í frönskum og ítölskum vínum. Hittum þar vínbónda frá Loire dalnum sem var að leyfa fólki að smakka vín úr kjallaranum sínum. Tvö fannst okkur vera með hálfgerðum spíra-keim, það fengum við staðfest á netinu þegar heim kom, að aðrir virðast einnig vera á því. En seinni tvö sem hann leyfði okkur að smakka voru geggjuð. Annað frá 94 og hitt frá 89. Þessi vín komu úr reit sem byrjað var að rækta vín á um 1150. Þau eru með eigin appelasjón. Þau voru eins og gull á litin og brögðuðust eins og apríkósur, meðal annars.
Á leiðinni heim keyptum við okkur sitthvorn makrílinn sem Óli eldaði fyrir okkur. Ég eldaði fennel og gulrætur og við vorum bæði hrifnari af okkar eigin rétt. Ég var í vandræðum að láta mér við fiskinn lynda því ég ólst upp í þeirri trú að við Íslendingar erum ekki á því að makríll sé mannamatur. Það kemur hins vegar í ljós, þegar maður borðar hann, að hann er ljómandi bragðgóður og fátt slæmt um hann að segja, nema kannski að það er mögulegt að finna smá lýsiskeim, stundum.
17.2.09
Akademískt korter
Er ég að vona að hún aðhyllist, stelpan sem ætlar að leigja af mér íbúðina í 6 vikur. Eftir svolítið þras sættist hún lokst á að hitta mig. Sem mér finnst nú alveg lágmark fyrst hún ætlar að búa í íbúðinni minni með öllu dótinu mínu. Við áttum okkur mót hérna klukkan 5, núna er hún 16 mín yfir og hún ekki komin. Það er búið að vera frekar erfitt að leigja út þessa íbúð. Fullt af fólki áhugasamt en fáir láta af verða. Bögg.
Ég er sem sagt í heimsókn í Chicago. Verð hérna fram á föstudag að spjalla við David. Það er ljómandi gott. Núna er Þjóðverji í heimsókn við deildina, hann er sérfræðingur í hæð sjávar og hvernig hún mun breytast eftir því sem jörðin hitnar. Hann sýndi alveg ferskar niðurstöður. Sagði síðan að áður hefði hann alltaf lokið fyrirlestrunum sínum með því að segja að ólíklegt sé að hækkunin verði meiri en 1 meter á næstu 90 árum. Það er voða mikið miðað við árið 2100 í þessum geira. Núna sagði hann okkur að hann yrði að breyta orðalaginu, og merkingunni, í líklegt er að hækkunin verði meiri en 1 meter.
26 mín yfir...
Ég er sem sagt í heimsókn í Chicago. Verð hérna fram á föstudag að spjalla við David. Það er ljómandi gott. Núna er Þjóðverji í heimsókn við deildina, hann er sérfræðingur í hæð sjávar og hvernig hún mun breytast eftir því sem jörðin hitnar. Hann sýndi alveg ferskar niðurstöður. Sagði síðan að áður hefði hann alltaf lokið fyrirlestrunum sínum með því að segja að ólíklegt sé að hækkunin verði meiri en 1 meter á næstu 90 árum. Það er voða mikið miðað við árið 2100 í þessum geira. Núna sagði hann okkur að hann yrði að breyta orðalaginu, og merkingunni, í líklegt er að hækkunin verði meiri en 1 meter.
26 mín yfir...
12.2.09
Götulíf
Þegar ég meika ekki að spekúlera í bakteríum lengur stend ég upp og kíki út um gluggann. Það er hin ágætasta skemmtun því um göturnar gengur allskonar fólk með fangið fullt af pokum og pinklum. Konur í pinnaskóm eða með barnavagn, menn með hatta eða guidebók undir arminn. Þetta er alveg nýtt fyrir mér. Síðast er ég bjó í miðbænum var ég sex ára. Á Þórsgötunni var ys og læti en þá fluttum við í næstu götu við Kringluna og fólkið var falið inní maganum á skrímslinu. Í Singapúr sá maður fólk í sólbaði við sundlaugabarminn út um gluggann. Í Dubai man ég satt að segja ekki eftir því að hafa horft út um gluggann. Í Hellulandinu sá maður grasbala sem þurfti að slá vikulega og í Hyde Park sé ég inn til nágrannanna, hjón af afrísku bergi brotin með hvíta vinnukonu. Reyndar bjó ég meira og minna í miðbæ Kaupmannahafnar sem var súper. Jafn mikið súper og miðbær Nýju Jórvíkur.
Ég er alveg að fíla það að búa í miðbænum. Elska að eiga engan bíl. Elska að labba útí búð á hverjum degi til að kaupa hvaða grænmeti sem er ferskt. Elska að það eru veitingastaðir á öllum götuhornum. Bókabúðir. Skemmtistaðir. Það eina sem vantar er grasbali til að slá og mold til að grúska í. En, það er ekki hægt að hafa allt. Eins og þjóð mín hefur svo átakanlega komist að á undanförnum dögum. Ekki hægt að eiga bæði glamúr konu úr efristétt og prúða frú sem situr stillt og þegir. Ekki hægt bæði að eiga kökuna og borða hana, eins og kaninn segir.
Ég er alveg að fíla það að búa í miðbænum. Elska að eiga engan bíl. Elska að labba útí búð á hverjum degi til að kaupa hvaða grænmeti sem er ferskt. Elska að það eru veitingastaðir á öllum götuhornum. Bókabúðir. Skemmtistaðir. Það eina sem vantar er grasbali til að slá og mold til að grúska í. En, það er ekki hægt að hafa allt. Eins og þjóð mín hefur svo átakanlega komist að á undanförnum dögum. Ekki hægt að eiga bæði glamúr konu úr efristétt og prúða frú sem situr stillt og þegir. Ekki hægt bæði að eiga kökuna og borða hana, eins og kaninn segir.
9.2.09
Hvað er að gerast í New York?
Það er svona aðeins rólegt kannski. Febrúar er þannig, manni er hálf kalt og búinn að gleyma hvernig það er að sjá sól og borða ferskmeti. Eða þannig, þetta er nú full dramatískt. Við fórum á útgáfutónleika hjá strák sem við þekkjum og er í tónsmíðsnámi við Columbia háskóla. Hann bjó til hljóðfæri sem er geðveikt. Hann notar það til að smíða tónlist, held ég. Ég var búin að hlusta á lögin hans alveg fullt, gömul lög sett í nýjan búning, elektrónískt kántrí, svo það var æðislegt fyrir mig að heyra ný lög frumflutt í prentis.
Í kvöld er hugmyndin að hætta sér aftur í Santos party house því þar eru íslenskir pönkarar í koddaslag.
Í kvöld er hugmyndin að hætta sér aftur í Santos party house því þar eru íslenskir pönkarar í koddaslag.
7.2.09
Elliðabær
Ég er búin að vera að hugsa um góða leið til að ganga. Það er náttúrulega gaman að ganga upp og síðan niður, inn með og upp eftir en að lokum komst ég á þá niðurstöðu að labba út eftir og til baka. Hvernig hljómar það? Út eftir og til baka. Bara vel?
Hugmyndin er að byrja við Suðurlandsveg. Klukkan korter í ellefu á sunnudaginn þann 1. mars. 2009. Ganga í gegnum Rauðhóla, eða það sem eftir er af þeim og meðfram Heiðmörkinni. Út að vatninu og Elliðabæ. Skoðað þann merka bæ, smakka eina flatköku með hangi og ganga svo til baka. Ha? Koma við í sundlaug og heita, jafnvel gufu. How it sound?
Ég vona að fólki finnist þetta spennandi og vilji koma með. Allavegana koma frænkurnar Anna og Lilja, en það er ekki skilyrði að vera skyldur ömmu Bíbí, þó það sé ekki verra.
Og hver veit nema það verði eitthvað surprise, í pokahorninu.
Hugmyndin er að byrja við Suðurlandsveg. Klukkan korter í ellefu á sunnudaginn þann 1. mars. 2009. Ganga í gegnum Rauðhóla, eða það sem eftir er af þeim og meðfram Heiðmörkinni. Út að vatninu og Elliðabæ. Skoðað þann merka bæ, smakka eina flatköku með hangi og ganga svo til baka. Ha? Koma við í sundlaug og heita, jafnvel gufu. How it sound?
Ég vona að fólki finnist þetta spennandi og vilji koma með. Allavegana koma frænkurnar Anna og Lilja, en það er ekki skilyrði að vera skyldur ömmu Bíbí, þó það sé ekki verra.
Og hver veit nema það verði eitthvað surprise, í pokahorninu.
2.2.09
Enn ein súper helgi
Já, það er svo mikil hamingja hérna í New York, hún drýpur af hverju strái. Við Óli og Vala ákváðum að skella okkur til litlu systur um helgina. Tókum Fung Wah rútuna sem ég er svakalega hrifin af. Sérstaklega finnst mér nafnið gott. Fung Wah! (með kínverskum hreim) Ég gat klárað Obama bókina, eins og sést hér til hægri, og það var ég ánægð með. Nú get ég byrjað á Tómasi Jónssyni.
Obama bókin var ljómandi góð. Ég lærði svolítið um bandaríska sögu og stjórnarfar, pólitík og síðan skoðanir og hugrenningar Obama. En hún er mjög persónuleg, hann talar um hvað mótaði hann í æsku og unglingsárum, hvernig er að vera þingmaður og svolítið um fjölskyldu sína. Michelle. Hún er mikil valkyrja.
Það var svaka stuð í Boston. Partýstand og huggulegheit til skiptis alla helgina. Við vorum hálf uppgefni þegar Fung Wah nam staðar í hjarta Kínahverfisins en hresstumst við gott pho og baunaís. Baunaís er nýja uppáhaldið okkar. Kann að hljóma einkennilega en rauðar baunir passa bara svaka vel við rjómann í ísnum.
Obama bókin var ljómandi góð. Ég lærði svolítið um bandaríska sögu og stjórnarfar, pólitík og síðan skoðanir og hugrenningar Obama. En hún er mjög persónuleg, hann talar um hvað mótaði hann í æsku og unglingsárum, hvernig er að vera þingmaður og svolítið um fjölskyldu sína. Michelle. Hún er mikil valkyrja.
Það var svaka stuð í Boston. Partýstand og huggulegheit til skiptis alla helgina. Við vorum hálf uppgefni þegar Fung Wah nam staðar í hjarta Kínahverfisins en hresstumst við gott pho og baunaís. Baunaís er nýja uppáhaldið okkar. Kann að hljóma einkennilega en rauðar baunir passa bara svaka vel við rjómann í ísnum.