9.2.09
Hvað er að gerast í New York?
Það er svona aðeins rólegt kannski. Febrúar er þannig, manni er hálf kalt og búinn að gleyma hvernig það er að sjá sól og borða ferskmeti. Eða þannig, þetta er nú full dramatískt. Við fórum á útgáfutónleika hjá strák sem við þekkjum og er í tónsmíðsnámi við Columbia háskóla. Hann bjó til hljóðfæri sem er geðveikt. Hann notar það til að smíða tónlist, held ég. Ég var búin að hlusta á lögin hans alveg fullt, gömul lög sett í nýjan búning, elektrónískt kántrí, svo það var æðislegt fyrir mig að heyra ný lög frumflutt í prentis.
Í kvöld er hugmyndin að hætta sér aftur í Santos party house því þar eru íslenskir pönkarar í koddaslag.
Í kvöld er hugmyndin að hætta sér aftur í Santos party house því þar eru íslenskir pönkarar í koddaslag.