7.2.09

Elliðabær

Ég er búin að vera að hugsa um góða leið til að ganga. Það er náttúrulega gaman að ganga upp og síðan niður, inn með og upp eftir en að lokum komst ég á þá niðurstöðu að labba út eftir og til baka. Hvernig hljómar það? Út eftir og til baka. Bara vel?

Hugmyndin er að byrja við Suðurlandsveg. Klukkan korter í ellefu á sunnudaginn þann 1. mars. 2009. Ganga í gegnum Rauðhóla, eða það sem eftir er af þeim og meðfram Heiðmörkinni. Út að vatninu og Elliðabæ. Skoðað þann merka bæ, smakka eina flatköku með hangi og ganga svo til baka. Ha? Koma við í sundlaug og heita, jafnvel gufu. How it sound?

Ég vona að fólki finnist þetta spennandi og vilji koma með. Allavegana koma frænkurnar Anna og Lilja, en það er ekki skilyrði að vera skyldur ömmu Bíbí, þó það sé ekki verra.

Og hver veit nema það verði eitthvað surprise, í pokahorninu.

Comments:
Ertu ólétt!?
 
gott gisk því jú, ég er á barnseignaaldri, en nei, það er ekki surprisið.
 
bara á meðan surprisið er ekki hákarl ;) var að koma af þorrablóti..og þó það hafi verið mjög gaman er alveg nóg að borða hákarl einu sinni á ári og tja þó það sé fimmta hvert ár...Een út eftir og tilbaka hljómar alveg eðal :) hlakka til! / Lilja
 
Fyrirgefðu fyrir ódannað comment elskan. Mér datt þetta bara svo innilega strax í hug og lét flakka.. þú veist: "óvænt" og "í pokahorninu". Afsaka ódannað comment og fagna verðandi komu þinni heim:)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?