23.2.09

Hvað leggur maður ekki á sig fyrir fiskibollur?

Það gæti verið ýmislegt en hvorki mótþróa fisksalans við að hakka fisk né hakkavélsleysi heimilishaldsins. Í tilefni bolludagsins fer ég að dæmi bróður míns og elda fiskibollur. Frá A til Ö. Saxaði kolmola í spað og bjó til fars sem lítur út eins og fiskfars. Fyrsti í fiskifars. Í desert eru náttúrulega rjómabollur. Jei, er til dagur betri en bolludagurinn? Kannski 4. ágúst.

Ég er alveg að fíla mínimalíska eldhúsið mitt. Japanska konan á ekki viskustykki og ég hef ekki nennt að koma með nein frá Chi svo það eru engin v. Ég hef heldur ekki tímt að kaupa sömu kydd og ég á í Chi svo það eru negulnaglar í næstum því öllu. Engin hakkavél né nein önnur tæki. Óli fær að hrista krukkur með rjóma og súpur eru gamaldags, enginn mixari til að gera þær flauels mjúkar. I love it. Miklu minna uppvask sem þornar af sjálfu sér. Og gott að við Óli erum fyrir kanil og negul.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?