28.2.09
Halló ástkæra fósturjörð
Ó hve hér er yndislegt og gott veður. Ekki fráleit hugmynd að fá sér smá ferskt loft á morgun og rétta úr beinunum eftir inniveru undanfarna mánuði. Hér er leiðin sem ég sting uppá. Ég vona að þið getið lesið skriftina mína. Mér dettur í hug að við hittumst á bílastæðinu við Rauðhóla klukkan 11. Gemmsa númerið mitt er 699-2218 ef þið eruð týnd.
Síðan erum við Óli að hugsa um að halda smá partí á föstudaginn og vonumst til að sjá ykkur þar líka. Jei!