22.2.09

Hringinn í kringum Manhattan

er nýtt project hjá okkur. Ég gaf Óla bókina "the great saunter", sem það sem hringurinn um Manhattan er; frábær göngutúr. Við erum búin að ganga tvo leggi en hringinn gengur maður rangsælis, byrjar neðst og gengur upp meðfram the Hudson, alveg upp að the cloisters og þá í suður aftur meðfram East River. Þessi bók er algjör snilld, bendir á allt það markeverða og sögulega meðfram bakkanum.

Við vorum svo heppin að ganga framhjá vínbúð í gær sem sérhæfir sig í frönskum og ítölskum vínum. Hittum þar vínbónda frá Loire dalnum sem var að leyfa fólki að smakka vín úr kjallaranum sínum. Tvö fannst okkur vera með hálfgerðum spíra-keim, það fengum við staðfest á netinu þegar heim kom, að aðrir virðast einnig vera á því. En seinni tvö sem hann leyfði okkur að smakka voru geggjuð. Annað frá 94 og hitt frá 89. Þessi vín komu úr reit sem byrjað var að rækta vín á um 1150. Þau eru með eigin appelasjón. Þau voru eins og gull á litin og brögðuðust eins og apríkósur, meðal annars.

Á leiðinni heim keyptum við okkur sitthvorn makrílinn sem Óli eldaði fyrir okkur. Ég eldaði fennel og gulrætur og við vorum bæði hrifnari af okkar eigin rétt. Ég var í vandræðum að láta mér við fiskinn lynda því ég ólst upp í þeirri trú að við Íslendingar erum ekki á því að makríll sé mannamatur. Það kemur hins vegar í ljós, þegar maður borðar hann, að hann er ljómandi bragðgóður og fátt slæmt um hann að segja, nema kannski að það er mögulegt að finna smá lýsiskeim, stundum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?