17.2.09

Akademískt korter

Er ég að vona að hún aðhyllist, stelpan sem ætlar að leigja af mér íbúðina í 6 vikur. Eftir svolítið þras sættist hún lokst á að hitta mig. Sem mér finnst nú alveg lágmark fyrst hún ætlar að búa í íbúðinni minni með öllu dótinu mínu. Við áttum okkur mót hérna klukkan 5, núna er hún 16 mín yfir og hún ekki komin. Það er búið að vera frekar erfitt að leigja út þessa íbúð. Fullt af fólki áhugasamt en fáir láta af verða. Bögg.

Ég er sem sagt í heimsókn í Chicago. Verð hérna fram á föstudag að spjalla við David. Það er ljómandi gott. Núna er Þjóðverji í heimsókn við deildina, hann er sérfræðingur í hæð sjávar og hvernig hún mun breytast eftir því sem jörðin hitnar. Hann sýndi alveg ferskar niðurstöður. Sagði síðan að áður hefði hann alltaf lokið fyrirlestrunum sínum með því að segja að ólíklegt sé að hækkunin verði meiri en 1 meter á næstu 90 árum. Það er voða mikið miðað við árið 2100 í þessum geira. Núna sagði hann okkur að hann yrði að breyta orðalaginu, og merkingunni, í líklegt er að hækkunin verði meiri en 1 meter.

26 mín yfir...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?