2.2.09

Enn ein súper helgi

Já, það er svo mikil hamingja hérna í New York, hún drýpur af hverju strái. Við Óli og Vala ákváðum að skella okkur til litlu systur um helgina. Tókum Fung Wah rútuna sem ég er svakalega hrifin af. Sérstaklega finnst mér nafnið gott. Fung Wah! (með kínverskum hreim) Ég gat klárað Obama bókina, eins og sést hér til hægri, og það var ég ánægð með. Nú get ég byrjað á Tómasi Jónssyni.

Obama bókin var ljómandi góð. Ég lærði svolítið um bandaríska sögu og stjórnarfar, pólitík og síðan skoðanir og hugrenningar Obama. En hún er mjög persónuleg, hann talar um hvað mótaði hann í æsku og unglingsárum, hvernig er að vera þingmaður og svolítið um fjölskyldu sína. Michelle. Hún er mikil valkyrja.

Það var svaka stuð í Boston. Partýstand og huggulegheit til skiptis alla helgina. Við vorum hálf uppgefni þegar Fung Wah nam staðar í hjarta Kínahverfisins en hresstumst við gott pho og baunaís. Baunaís er nýja uppáhaldið okkar. Kann að hljóma einkennilega en rauðar baunir passa bara svaka vel við rjómann í ísnum.

Comments:
Sounds amazing. Væri algjörlega og alveg til í að hafa verið með í þessu dæmi!
 
klassaferð!

Vala
 
Gaman ad fa ykkur til Boston - komid aftur soon!
Luv Sigurdis
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?