30.4.06

Ritgerð!

Fann þörf hjá mér að segja öllum þeim sem þetta lesa að ég er búin með ritgerðina. Niðurstaða hennar er sú að "The Middle Atlantic Bight" sem er grunnsvæðið milli Norfolk og New York, tekur til sín aðeins meiri koldíxíð en það framleiðir. Það er sem sagt vaskur.. eða tjah, andstæðan við uppsprettu.

Ég er svo léleg í íslensku. Ég vildi ég væri betri. Ekki að það sé einhver afsökun en þá var ég að reikna það að núna hef ég búið helming lífs míns í útlöndum. Kominn tími til að búa heima í svolitla stund. Læra fleiri máltæki eins og "fótum mínum fjör að launa". Mér finnst þetta máltæki hljóma svo fallega. Góður hrinjandi.

Hangikjötsveisla

Á föstudaginn vorum við þjóðleg fram úr góðu hófi. Buðum fullt af fólki í hangikjöt, uppstúf með kartöflum, grænum úr dós og rófustöppu. Ég veit að rófustappan á ekki heima þarna með en hún er bara einn af fáum íslenskum réttum sem ég kann virkilega vel að meta og þess vegna gerði ég hana. Það er eiginlega synd að rófustappa sé með svona ómögulegt nafn, frameftir öllum aldri leist mér ekki á þennan rétt bara útaf nafninu.

Núna á ég að vera að skrifa ritgerð. Því nenni ég náttúrulega ekki. Alveg ótrúlegt hvað ég nenni sjaldan að skrifa ritgerð.

Annars gerðum við eiginlega ekki neitt þessa helgi. Óli er alveg hættur að nenna að leika við mig, hann er bara alltaf í tölvuleik. Ég fór reyndar í einn tölvuleik í gær. Guitar Hero! Ég er ágæt í honum. Geðveikur rokkari. Spila AC/DC eins og ekker sé. Við spiluðum líka settlers, tvö spil og mér gekk ömurlega í þeim báðum. 11 kom upp aftur og aftur. Hvað er eiginlega málið með það! Sem betur fer er jóga á morgun. Þá get ég kannski fundið innri frið.

25.4.06

Að njóta tækifæranna sem manni bjóðast

Mín lífsskoðun er sú að maður eigi að njóta lífsins. Það gerir maður best með því að stressa sig ekki yfir öllu mögulegu. Krakkarnir hérna í deildinni eru svaka stressaðir yfir allskonar hlutum. "Verð að nýta tímann sem best", "Verð að læra sem mest", "Verð að muna þetta sem ég var að lesa, annars er það einskinsvert!" Þó maður geti ekki talið upp allt sem stóð í einhverri grein þýðir ekki að maður lærði ekkert á að lesa hana. Við að lesa greinina æfðist maður allavegana í að lesa grein. Enginn les grein og man allt sem í henni stóð.

Maður gleymir allt of oft að slaka bara aðeins á og njóta líðandi stundu. Þegar maður er að stressa sig yfir einhverju er ágætt að hætta því aðeins í smá stund og rifja upp hvað manni finnst mikilvægt í lífinu. Hugsa aðeins um vini sína og fjölskyldu og muna hvað þau eru yndisleg og hvað maður er heppinn að eiga þau að. Þá getur maður notið dagsins í dag, þess sem lífið hefur upp á að bjóða og að vera þar sem maður er. Lífið lítur bjartara við manni og maður getur séð vandamálin í réttu ljósi.

Mér finnst hrikalegt hvað við förum illa með plánetuna okkar. Við völtum yfir aldagamla skóga, eyðileggjum hýbíli annara dýra og mengun sjóinn og andrúmsloftið. Og þetta gerum við í nafni framþróunar, hagsældar og betri viðurværi mannanna. Þá finnst mér lágmark að við höfum það virkilega gott, séum hamingjusöm og líði í alvörunni vel.

23.4.06

Húrra!

Ég er búin að ákveða að skipta um leiðbeinanda og útskrifast með mastersgráðu í sumar! Jei. Greinin þokast áfram og það lítur út fyrir að ég geti haldið fyrirlestur og "varið" verkefnið mitt eftir mánuð. Ég hlakka bara svolítið til, mér finnst verkefnið mitt nokkuð kúl og það verður gaman að halda fyrirlestur um það.

Allt er gott af okkur Óla að frétta. Við höfðum svaka góðan laugardag í gær. Eftir að morgunmaturinn var aðeins búinn að sjattna í okkur fórum við út að skokka meðfram vatninu. Það er svona það sem fit fólk gerir. Síðan skruppum við í Disgraceland á Clark og keyptum fullt af fínum fötum á okkur, sumarföt. Löbbuðum þaðan á Goose Island pub og fengum fish and chips með cask-conditioned ale og fórum síðan aðeins í Trader og líka í eina búð sem mér finnst geðveikt hallærisleg. En einhverstaðar verður maður að kaupa möl-kúlur og hrikalega ameríka plastpoka til að geyma ullarfötin í svo þau verða ekki uppetin. Allavegana, í Disgraceland getur maður farið með föt sem mann ekki langar í lengur og selt þeim þau. Þetta verða hinsvegar að vera tískuföt frá núverandi síson, heil og fín. Við Óli eigum engin þannig föt en þau selja síðan þessar spjarir sem ríka og fína fólkið kemur með til okkar sem, jah skiptir ekki, getum þá keypt svaka fín föt á skid-og-ingenting. Algjört dúndur.

Ég bakaði minut-æblekage aftur. Úr fröken Jensen. Það er alveg ágætisuppskriftabók. Svaka lúksus hjá okkur að vera með heita epplaköku með kaffinu. Svo yndislegt að eiga svona góðar helgar. I love it.

18.4.06

hvað skal gera?

er spurning sem maður spyr sig daginn út og inn. Af hverju er hún svona snúin, það er ekki gott að segja. Paul Graham skrifaði ljómandi góða grein um málið.

16.4.06

Páskaeggið hans Þórðar

Já, það var ofsalega huggulegt hjá okkur í morgun að nasla á páskaegginu hans Þórðar. Óli var nú með svolítið samviskubit en ég hugsaði málið þannig að Þórður myndi örugglega vilja að við myndum njóta þess, svo það var það sem ég gerði. Páskaeggið var gott en málshátturinn ekki. Illu er best skotið á frest. Ekki góður málsháttur fyrir okkur. Það er ekki á það bætandi.

Hátíðarmaturinn voru lamba-T-bone steikur. Óli setti þær í broiler-inn. Við föttuðum það bara í kvöld að það er svoleiðis stilling á ofninum. Þetta er í fyrsta sinn sem við borðum lambakjöt í ameríkunni og við hljótum bara að vera búin að steingleyma íslenska lambinu því þetta var hrikalega gott. Við vorum líka með brussle sprouts sem ég veit ekki hvað er á íslensku en það er með besta grænmeti sem við vitum um. Svo ljómandi bragðgott grænmeti.

Þetta var við-bloggfærslan.

14.4.06

Bloggdeyða

Það er eins og stjörnurnar séu í óhagstæðri stöðu fyrir bloggara þessa dagana. Allir eitthvað andlausir og dettur ekkert í hug að skrifa. Það á einnig við um mig eins og sést kannski. Við erum að fara í bíó og að chilla með Angie og Justin, kannski gista, í kvöld. Það er svo gaman að gista hjá vinum sínum. Þá fer maður á hip morgunverðastað á norðurhliðinni næsta morgun og fær mexícanska pulsu eða eitthvað annað gott, þarf ekki að karpa um það við eiginmanninn sinn hvort megi fá sér annan bjór og getur vakað fram eftir öllu að leika í guitar hero. Við ætlum að sjá franska mynd sem var að koma í bíó og á að vera framúrskarandi ótrúlega mögnuð. Ég man ekki hvað hún heitir. Mér er alveg sama, ég hlakka bara til að fara út á lífið. Out on the town, eins og maður segir í ameríku.

11.4.06

Fokið í flest skjól

Ég á engar klemmur sem er venjulega í lagi þar sem the windy city er alls ekki windy. Um helgina hins vegar kom svaka vindhviða sem þeytti öllum þvottinum af snúrunni og ég er ennþá að finna sokka af okkur hjónunum útum allar trissur. Í garði nágrananna, í runnunum... hrikalega vandræðalegt.

Núna er þessi vika í apríl sem er svaka hlý. Ég notaði tækifærið og fór með Söru vinkonu minni í garð hérna rétt fyrir sunnan og reytti arfa í the community plot. Ég alveg elska að reyta arfa. Það er svo róandi. Með hendurnar í moldinni sem er passlega rök og full af ánamöðkum og litlum pöddum, alveg tilbúin að láta setja niður lítil fræ í sem vaxa og verða að baunum. Þarna var líka aumingjans kisi sem á hvergi heima og er óttalegt hró, alltaf að lenda í slagsmálum við aðra kisa og var draghaltur en kúrir sig hjá fólki sem reytir arfa og purrar svaka mikið til að reyna að fá það til að ættleiða sig. Það tókst ekki nógu vel hjá honum. Sara á núþegar kött sem kærir sig ekki um félagsskap og Morgan, önnur stelpa sem á reit þarna, á núþegar of marga ketti. Bara Tinna sem á engan kött og þannig verður það áfram. Hananú.

7.4.06

Góða helgi

Þegar maður er búinn að vera á Hawaii og Utah með tveggja vikna fresti er hrikaleg lognmolla að vera aftur í hversdagsleikanum. Ekkert er merkilegt og hvað er eiginlega sniðugt? Það er reyndar svakalega notalegt að slaka bara á og gera ekki neitt stundum. Svo það verður smá settlers kvöld hjá okkur. Young Jin vinur minn er svona týpa sem vill að allt sé stórt og glæsilegt og er búinn að vera svaka spenntur fyrir því að spilað verði á tvemur borðum í einu. Svo það er hugmyndin í kvöld. Á morgun stefnum við á klifurhúsið, aðeins að reyna að liðka okkur fyrir Kentucky. Óli er nefnilega ekki á því að missa taktinn frí, tvær vikur, frí...

5.4.06

Utah nokkuð gott fylki

Á skíðum skemmti ég mér tralallalalalalala trallalla. Við skíðuðum í Alta og Snowbird og eru það ein bestu skíðasvæði sem ég hef á ævinni farið á. Það snjóaði og snjóaði, við leigðum púðurskíði og flugum ofaná snjónum. Algjör snilld. Við heimsóttum líka Þobba félaga Óla og hans konu og börn. Það var mjög gaman. Yngri dóttirin var aðeins viku gömul, pínu ponsu lítil. Ég hugsa ég hafi aldrei séð svona lítið barn, Sunna hefur jú alla tíð verið soddan sláni, kannski Orri hafi verið svona lítill, já það er líklegt.

Óli minn kemur í kvöld. Ég ætla að sækja hann á flugvöllinn. Svo rómantískt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?