14.4.06

Bloggdeyða

Það er eins og stjörnurnar séu í óhagstæðri stöðu fyrir bloggara þessa dagana. Allir eitthvað andlausir og dettur ekkert í hug að skrifa. Það á einnig við um mig eins og sést kannski. Við erum að fara í bíó og að chilla með Angie og Justin, kannski gista, í kvöld. Það er svo gaman að gista hjá vinum sínum. Þá fer maður á hip morgunverðastað á norðurhliðinni næsta morgun og fær mexícanska pulsu eða eitthvað annað gott, þarf ekki að karpa um það við eiginmanninn sinn hvort megi fá sér annan bjór og getur vakað fram eftir öllu að leika í guitar hero. Við ætlum að sjá franska mynd sem var að koma í bíó og á að vera framúrskarandi ótrúlega mögnuð. Ég man ekki hvað hún heitir. Mér er alveg sama, ég hlakka bara til að fara út á lífið. Out on the town, eins og maður segir í ameríku.

Comments:
Hæ!
Ég spái hérmeð árlegri vakningu bloggara í kringum próftíma. Mér finnst alltaf eins og tíðni færlsna hjá bloggurum sem eru í prófum alltaf aukast mikið um þetta leiti. Það verður spennandi að fylgjast með hvort það gangi eftir....

Kveðja til The North Side, ég bið að heilsa flippurunum Angie og Justin.

Orri
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?