7.4.06

Góða helgi

Þegar maður er búinn að vera á Hawaii og Utah með tveggja vikna fresti er hrikaleg lognmolla að vera aftur í hversdagsleikanum. Ekkert er merkilegt og hvað er eiginlega sniðugt? Það er reyndar svakalega notalegt að slaka bara á og gera ekki neitt stundum. Svo það verður smá settlers kvöld hjá okkur. Young Jin vinur minn er svona týpa sem vill að allt sé stórt og glæsilegt og er búinn að vera svaka spenntur fyrir því að spilað verði á tvemur borðum í einu. Svo það er hugmyndin í kvöld. Á morgun stefnum við á klifurhúsið, aðeins að reyna að liðka okkur fyrir Kentucky. Óli er nefnilega ekki á því að missa taktinn frí, tvær vikur, frí...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?