30.4.06

Ritgerð!

Fann þörf hjá mér að segja öllum þeim sem þetta lesa að ég er búin með ritgerðina. Niðurstaða hennar er sú að "The Middle Atlantic Bight" sem er grunnsvæðið milli Norfolk og New York, tekur til sín aðeins meiri koldíxíð en það framleiðir. Það er sem sagt vaskur.. eða tjah, andstæðan við uppsprettu.

Ég er svo léleg í íslensku. Ég vildi ég væri betri. Ekki að það sé einhver afsökun en þá var ég að reikna það að núna hef ég búið helming lífs míns í útlöndum. Kominn tími til að búa heima í svolitla stund. Læra fleiri máltæki eins og "fótum mínum fjör að launa". Mér finnst þetta máltæki hljóma svo fallega. Góður hrinjandi.

Comments:
"Kominn tími til að búa heima í svolitla stund." Er þetta vísbending um það sem koma skal eftir MA útskrift í sumar eða ertu bara að leika þér að lesendum þínum sem eru ýkt forvitnir yfir næsta ævintýri Tinnu?
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?