25.4.06
Að njóta tækifæranna sem manni bjóðast
Mín lífsskoðun er sú að maður eigi að njóta lífsins. Það gerir maður best með því að stressa sig ekki yfir öllu mögulegu. Krakkarnir hérna í deildinni eru svaka stressaðir yfir allskonar hlutum. "Verð að nýta tímann sem best", "Verð að læra sem mest", "Verð að muna þetta sem ég var að lesa, annars er það einskinsvert!" Þó maður geti ekki talið upp allt sem stóð í einhverri grein þýðir ekki að maður lærði ekkert á að lesa hana. Við að lesa greinina æfðist maður allavegana í að lesa grein. Enginn les grein og man allt sem í henni stóð.
Maður gleymir allt of oft að slaka bara aðeins á og njóta líðandi stundu. Þegar maður er að stressa sig yfir einhverju er ágætt að hætta því aðeins í smá stund og rifja upp hvað manni finnst mikilvægt í lífinu. Hugsa aðeins um vini sína og fjölskyldu og muna hvað þau eru yndisleg og hvað maður er heppinn að eiga þau að. Þá getur maður notið dagsins í dag, þess sem lífið hefur upp á að bjóða og að vera þar sem maður er. Lífið lítur bjartara við manni og maður getur séð vandamálin í réttu ljósi.
Mér finnst hrikalegt hvað við förum illa með plánetuna okkar. Við völtum yfir aldagamla skóga, eyðileggjum hýbíli annara dýra og mengun sjóinn og andrúmsloftið. Og þetta gerum við í nafni framþróunar, hagsældar og betri viðurværi mannanna. Þá finnst mér lágmark að við höfum það virkilega gott, séum hamingjusöm og líði í alvörunni vel.
Maður gleymir allt of oft að slaka bara aðeins á og njóta líðandi stundu. Þegar maður er að stressa sig yfir einhverju er ágætt að hætta því aðeins í smá stund og rifja upp hvað manni finnst mikilvægt í lífinu. Hugsa aðeins um vini sína og fjölskyldu og muna hvað þau eru yndisleg og hvað maður er heppinn að eiga þau að. Þá getur maður notið dagsins í dag, þess sem lífið hefur upp á að bjóða og að vera þar sem maður er. Lífið lítur bjartara við manni og maður getur séð vandamálin í réttu ljósi.
Mér finnst hrikalegt hvað við förum illa með plánetuna okkar. Við völtum yfir aldagamla skóga, eyðileggjum hýbíli annara dýra og mengun sjóinn og andrúmsloftið. Og þetta gerum við í nafni framþróunar, hagsældar og betri viðurværi mannanna. Þá finnst mér lágmark að við höfum það virkilega gott, séum hamingjusöm og líði í alvörunni vel.