30.4.06

Hangikjötsveisla

Á föstudaginn vorum við þjóðleg fram úr góðu hófi. Buðum fullt af fólki í hangikjöt, uppstúf með kartöflum, grænum úr dós og rófustöppu. Ég veit að rófustappan á ekki heima þarna með en hún er bara einn af fáum íslenskum réttum sem ég kann virkilega vel að meta og þess vegna gerði ég hana. Það er eiginlega synd að rófustappa sé með svona ómögulegt nafn, frameftir öllum aldri leist mér ekki á þennan rétt bara útaf nafninu.

Núna á ég að vera að skrifa ritgerð. Því nenni ég náttúrulega ekki. Alveg ótrúlegt hvað ég nenni sjaldan að skrifa ritgerð.

Annars gerðum við eiginlega ekki neitt þessa helgi. Óli er alveg hættur að nenna að leika við mig, hann er bara alltaf í tölvuleik. Ég fór reyndar í einn tölvuleik í gær. Guitar Hero! Ég er ágæt í honum. Geðveikur rokkari. Spila AC/DC eins og ekker sé. Við spiluðum líka settlers, tvö spil og mér gekk ömurlega í þeim báðum. 11 kom upp aftur og aftur. Hvað er eiginlega málið með það! Sem betur fer er jóga á morgun. Þá get ég kannski fundið innri frið.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?