11.4.06

Fokið í flest skjól

Ég á engar klemmur sem er venjulega í lagi þar sem the windy city er alls ekki windy. Um helgina hins vegar kom svaka vindhviða sem þeytti öllum þvottinum af snúrunni og ég er ennþá að finna sokka af okkur hjónunum útum allar trissur. Í garði nágrananna, í runnunum... hrikalega vandræðalegt.

Núna er þessi vika í apríl sem er svaka hlý. Ég notaði tækifærið og fór með Söru vinkonu minni í garð hérna rétt fyrir sunnan og reytti arfa í the community plot. Ég alveg elska að reyta arfa. Það er svo róandi. Með hendurnar í moldinni sem er passlega rök og full af ánamöðkum og litlum pöddum, alveg tilbúin að láta setja niður lítil fræ í sem vaxa og verða að baunum. Þarna var líka aumingjans kisi sem á hvergi heima og er óttalegt hró, alltaf að lenda í slagsmálum við aðra kisa og var draghaltur en kúrir sig hjá fólki sem reytir arfa og purrar svaka mikið til að reyna að fá það til að ættleiða sig. Það tókst ekki nógu vel hjá honum. Sara á núþegar kött sem kærir sig ekki um félagsskap og Morgan, önnur stelpa sem á reit þarna, á núþegar of marga ketti. Bara Tinna sem á engan kött og þannig verður það áfram. Hananú.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?