16.4.06
Páskaeggið hans Þórðar
Já, það var ofsalega huggulegt hjá okkur í morgun að nasla á páskaegginu hans Þórðar. Óli var nú með svolítið samviskubit en ég hugsaði málið þannig að Þórður myndi örugglega vilja að við myndum njóta þess, svo það var það sem ég gerði. Páskaeggið var gott en málshátturinn ekki. Illu er best skotið á frest. Ekki góður málsháttur fyrir okkur. Það er ekki á það bætandi.
Hátíðarmaturinn voru lamba-T-bone steikur. Óli setti þær í broiler-inn. Við föttuðum það bara í kvöld að það er svoleiðis stilling á ofninum. Þetta er í fyrsta sinn sem við borðum lambakjöt í ameríkunni og við hljótum bara að vera búin að steingleyma íslenska lambinu því þetta var hrikalega gott. Við vorum líka með brussle sprouts sem ég veit ekki hvað er á íslensku en það er með besta grænmeti sem við vitum um. Svo ljómandi bragðgott grænmeti.
Þetta var við-bloggfærslan.
Hátíðarmaturinn voru lamba-T-bone steikur. Óli setti þær í broiler-inn. Við föttuðum það bara í kvöld að það er svoleiðis stilling á ofninum. Þetta er í fyrsta sinn sem við borðum lambakjöt í ameríkunni og við hljótum bara að vera búin að steingleyma íslenska lambinu því þetta var hrikalega gott. Við vorum líka með brussle sprouts sem ég veit ekki hvað er á íslensku en það er með besta grænmeti sem við vitum um. Svo ljómandi bragðgott grænmeti.
Þetta var við-bloggfærslan.
Comments:
<< Home
Nei nei nei nei, þetta er ekki brokkolí. Ég held þetta sé rétt hjá Árdísi, rósakál, svona pínulitlir kálhausar sem eru bæði sætir og beiskir í einu og ofsalega góðir með sinnepssmjöri.
Skrifa ummæli
<< Home