31.3.05

Skíðaferð ÆÐI

Þá erum við komin heim úr spring break skíðaferðinni. Í þetta skiptið var förinni heitið til Aspen og er það með bestu skíðasvæðum í heimi held ég. Hittum við þar nokkra Íslendinga þar á meðal tengdafjölskyldu mína (!) en það var reyndar fyrirfram skipulagt.

Aspen er frekar fyndinn bær. Algengt er að sjá konur í Gucci spókandi sig með glæsi-hunda í demantsólum þar um götur og allir eru með eitthvað Louis-Vuitton. Ég spurði Óla hvort ég gæti fengið eitthvað Louis-Vuitton en hann sagðist ekki vera tilbúinn að selja íbúðina og bílinn.

Skíðafærið var ótrúlegt og THE HIGHLAND BOWL var geðveik!! Okkur langar aftur. Í ár.

15.3.05

erfðabreytt korn

Hér í bandaríkjunum, ríkjum hins frjálsa manns, getur maður fengið einkaleyfi á gen. Það er alveg með ólíkindum hversu ósvífinn þessi geiri er. Sagan er þessi.

Það eru fyrirtæki sem erfðabreyta fræum til þess að þau standist pestir eða geta dafnað í þurkum. Þessi fyrirtæki fá síðan einkaleyfi á erfðabreytta fræinu, þau segja að þessi gen sem þau bæta inn í fræin séu þeirra eigin gen, þeirra hugmynd og því þeirra eign. Síðan kaupa nokkrir bændur fræ frá þeim. Rækta kornið eða maísinn og ekkert mál. Nokkur fræ fjúka með vindinum eða fuglar borða þau og þau enda á ökrum annara bænda. Bænda sem ekki vilja og ekki kaupa þessi erfðabreyttu fræ. Menn frá fyrirtækjunum ganga um akra, í leyfisleysi og án vitundar bændanna sem eiga akrana, tína nokkur fræ og athuga hvort þau séu erfðabreytt. Ef svo er þá kæra þau bændurna fyrir að vera með "þeirra" fræ á ökrunum sínum. Hundruðir svona kæra eru í gangi núna. Kanadíski hæstarétturinn komst að þeirri niðurstöðu að ef bændur eru með erfðabreyttar plöntur á sínum ökrum án þess að hafa keypt fræin, þá eiga bændurnir að borga gena-fyrirtækjunum sekt. Sama hvernig á því stóð að þessar plöntur enduðu á þessum ökrum.

Bandaríkin vilja búa til og að ríkjandi séu alþjóðleg lög um einkaleyfi. Þannig að ef eitt fræ slysast til að berast til Suður Ameríku eða hvert sem er, þá getur fyrirtækið sem "á" þessa tegund af fræi, lögsótt bóndann eða hvern það nú er sem á landið.

Þetta er svo ótrúlegt að það er engu lagi líkt. Bændur eru harmi slegnir og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Margt (eða hlutfallslega fátt) fólk er líka að átta sig á þessum undarlega veruleika.

Það sem meira er að upp koma tilfelli þar sem fólk fær bráðaofnæmi eftir að hafa borðað mat sem er búinn til úr erfðabreyttu korni. En hérna þá þarf ekki að merkja vörur sérstaklega sem eru úr erfðabreyttu hráefni. Það er ekki aðeins til þess að hefta neytendur við að velja sjálfir, heldur líka til að gera það erfitt fyrir fólk til að rannsaka heilsufarsafleiðingar þess að neyta erfðabreytt mats.

Ekki nóg með það heldur þá segja fyrirtækin það beint út að þau eru ekki ábyrg fyrir því hvort afurðin sé æt eða ekki. Það er á ábyrgð stofnanna eins og heilbrigðis og manneldisstofnanna að komast að því hvort kornin sem verða til eru æt. Ég er ekki að búa þetta til!

Ég hafði engan veginn áttað mig á þvi hversu alvarlegt þetta mál er. Og listinn yfir alvarleg mál af þessum toga tekur engann endi. Til þess að bændur geta ekki notað fræ sem verða til þegar kornið er fullþroska þá er búið að finna upp nýtt gen sem kallast "termination gene". Það leiðir til þess að fræ sem verða til geta ekki frjóvgast og þvi er ekki hægt að nota þau næsta ár. Þá þarf bóndinn að kaupa nýjan skammt af fræjum frá fyrirtækinu. En hvað gerist ef þetta "sjálfsmorðsgen" kemst út í flóruna? Það er ekki hugsun sem maður vill hugsa til enda.

En það eru ekki bara neikvæðar fréttir sem koma frá þessum fæðu geira. Á seinustu tíu árum hefur neysla og framleiðsla lífrænt ræktaðs mats aukist margfalt. Meira að segja heilt fylki tók höndum saman og gerði það að lögum að fyrirtæki megi ekki eiga akra eða bóndabæi í því fylki. En það er Nebraska. Þar verða bóndabæir að vera í eigu fjölskyldu. Það verður samt að stöðva þessa klikkuðu menn sem stýra þessu landi. Ég vona bara að dollarinn haldi áfram að falla og olíuverð haldi áfram að hækka.

Útvarp samfés!

Það bara klikkar ekki. Besti útvarpsþátturinn. Gaman að heyra krúttlegar raddir óharnaðra unglinga. Ekki grófar graðhesta raddir útbrunna rokkara eða skrækar raddir stífra kellinga.

Ég er búin í báðum prófunum og það er mjög góð tilfinning. Kaffi bragðast bara öðruvísi þegar maður er búinn í prófum, það er skrítið og ótrúlegt en satt. Fuglarnir syngja og sólin skín. Þá er bara að hella sér í ritgerðar skrif.

14.3.05

Próf, próf, ritgerð

Eitt búið annað á morgun. Það gekk bara fínt og ég býst við því að það eigi eftir að ganga vel á morgun líka. Þetta er nú akkúrat my cup of tea. Gróðurhúsaáhrif og mengun. Svaka spennadi. Þá verður ískomplexa ritgerðin að klárast í einum hvelli. Svo ég geti farið út að borða með manninum mínum sem ætlar að bjóða mér eitthvað spennadi til að halda uppá lok annarar annar. Ef hann verður orðinn frískur þaes.

Ólinn minn er búinn að vera lasinn í hátt í viku núna og í dag var hann gulur í framan. Hvað þýðir það eiginlega? Jæja, best að lesa pínu meira...

11.3.05

Ís komplex

Eða "Ice Complex" kallast fyrirbærið sem ég er að skrifa um í ritgerðinni sem ég er að reyna að púsla saman þessa dagana. Ef einhver er spenntur fyrir því þá er þetta nafn á sérkennilegum jarðlögum sem finnast í norð-austur Síberíu þar sem er alltaf kallt en samt aldrei jökull. Net af klaka er í gegnum allt svæðið og jarðefnið á milli klakabandanna er vel varðveitt þannig að hægt er að skoða það í dag og finna vísbendingar um veðurfar fyrri árþúsunda.

Aumingja Óli minn er lasinn. Hann er með svaka kvef og hita en samt þurfti hann að kenna í dag. Aumingja hann. Vonandi nær hann bata innan við viku. Og vonandi smitast ég ekki.

9.3.05

Ó je

Beibi! Mér finnst ég svo kúl. Ég sá um daginn hljómsveit að spila á MTV. Hún var að spila úti á svona unglinga-thingi og spilaði bara svaka skemmtileg lög. Minnti svolítið á Franz en samt náttúrulega öðruvísi og guttarnir voru voða sætir... Og svo núna þá er ég alltaf að heyra eitt af lögunum í útvarpinu. Ekkert smá gaman. Ég man núna ekki hvað hljómsveitin heitir en lagið er svona ... ah, nú er lagið búið og ég man ekki hvernig það var.

En annað sem er líka kúl og er að gerast hérna á skrifstofunni minni um þessar mundir er að ég er að nota fullt af hlutum sem ég nota ekki svaka mikið en er að reyna að tileinka mér. Það fyrsta er vi. Ég veit svosem ekki alveg af hverju ég er að standa í því að vesenast með að læra á það en það er bara ekki svo erfitt að það er eiginlega bara gaman. Það næsta er LaTeX. Ég hef nú líka notað það svolítið en verið hálf treg við það. Það er bara alltaf frústererandi að einhverju leyti. Núna td. er ég með töflu sem vill ekki vera þar sem hún á að vera. Hún skýst bara alltaf efst á síðuna. Samt stendur í bókinni að hún verði þar sem maður vill að hún sé. Ég fatta þetta ekki. En það er bara svo fallegt og notalegt fyrir augun það sem LaTeX gerir. Maður alveg kiknar í hnjáliðunum.

8.3.05

Herbie Hancock

Var með snilldartónleika í gær sem við Óli vorum svo heppin að komast á. Fjórir aðrir voru að spila með honum og öll voru þau undrabörn sem héldu sína fyrstu tónleika fyrir 12 ára aldur. Herbie var 11 ára að spila með Miles Davis í þessu sama húsi og í gær. Terri Lyne Carrington sem er kona (!) spilaði á trommur og hún var ekkert smá kúl. Jafn kúl og Yoko sem er japönsk kona sem ég held ég hafi skrifað um áður. Þessi kona er búin að spila á trommur síðan hún var 7 og gerði það svo áreynslulaust að það var þvílíkur unaður að horfa á hana. Hún er líka læknir.

Einn kall, Michael Brecker, spilaði á ewi. Electronic wind instrument. Það var líka ótrúlegt. Þetta tæki er tengt við tölvu og getur gefið frá sér hvernig hljóð sem er milli himins og jarðar. Hann tók smá sóló í hléinu, fyrst hljómuðu ambient tónar, svolítið eins og draumur bara, síðan komu hljómar eins og úr didgeriedoo og síðan eins og hann væri að spila á skoska pípu, hvað heitir hún nú aftur.. Ég get náttúrulega engan veginn lýst þessu nógu vel. Allt í einu var komin heljarinnar mikil sinfónía og allt að gerast, taktar hér og þar, hljóðfæri og hljómar úr öllum heimshornum og svaka fönkí fílingur. Þetta var ótrúlegt. Hann var ótrúlegur.

Þessir tónleikar voru svaka skemmtilegir. Það var líka skemtilegt að vera í sinfóníu húsinu. Það er ekkert smá stórt. Við vorum náttúrulega efst, í galleríinu sem var svo bratt að maður þurfti að ríghalda sér í handrið þegar maður gekk niður að sætunum og síðan fyrir framan hverja sætaröð var handrið. Við áttum engann pening til að kaupa okkur vínglas eða bjór eins og fína fólkið en það var boðið upp á hálstöflur í anddyrinu svo við tókum nokkrar/fullt. Síðan komst ég að því að það er til þess að maður þurfi ekki að hósta á sýningunni. En mér fannst gaman að fá brjóstsykur því það minnti mig á það þegar í gamladaga maður fór í leikhús með ömmu Bíbí, þá fékk maður svona brjóstsykur, stundum lakkrís. Jæja, best að reyna að halda áfram með ritgerð um ís complex (ekki djók).

6.3.05

Loksins buin ad laera a word

Það var nú kominn tími til að ég skyldi fatta þetta. Núna er ég eins og einstaka sinnum að skrifa smá pistil í word. Og eins og alltaf þegar ég er að reyna að nota þetta forrit þá endar það með því að allavegana einu sinni týnist allt sem ég er búin að vera marga klukkutíma að skrifa. En ekki í dag. Ég er búin að vera að vinna í ritgerð alla helgina, hún er næstum fullgerð og það var ekkert nema hvað, word hrundi. Bara sisona. En í dag og í gær smelli ég á "save" eftir hverja setningu. Liggur við. Og núna, þá tapaðist ein setning. Ein pínulítil setning. Ég er í skýjunum. Þvílíkur sigur. BEIBI!

Annarlok

Þá fer að hefjast lokavika núverandi annar. Það er ekki laust við að vera einnig brjálaðasta vika núverandi annars. Verkefni, ritgerð, verkefni, ritgerð. Úff. Þrátt fyrir það fórum við í gær í kvöld-kaffi til nágrannana. Þau búa á efri hæðinni hjá okkur. Einstaklega viðkunnanlegt fólk. Mér finnst svo mikið stuð að þekkja nágrannana mína. Ég gerði melónu-pruchetta (eða hvað þetta nú heitir) og þau buðu upp á osta og vín, síðan kirchweisser (eða eitthvað) því þau höfðu búið í Þýskalandi í Baden, en þaðan er þetta vín. Konan talar svaka mikið kallinn segir ekki neitt. Alveg eins og parið í Pride and Prejudist. Mjög gaman. Þau eru að fara að flytja til Las Vegas því hann fékk stöðu þar við heimspekideildina og við fáum sófann. Loksins fáum við sófa. Þetta er líka goður díll því sófinn er köflóttur og Óli er ekki mikið fyrir köflótt, svo kannski kaupir hann fyrir mig almennilegan sófa í framhaldi. Það er tími kominn til.

4.3.05

Beauff Bourgignon

Elsku ástkæri eiginmaðurinn minn er núna að elda boeff Bourgingon (er ekki með franskt lyklaborð!). En það er svaka fínn réttur með stóru kjötstykki og fullt af rauðvíni, gulrótum, selleríi og fleiri fínheitum. Við erum með briddsið í kvöld og það er þess vegna sem hann er að standa í þessum stórræðum. Alveg himneskt að eiga svona fransk-íslenskan eiginmann!

Ég er núna í skólanum að reyna að skrifa tvær ritgerðir. Það gengur ekkert brjálæðislega vel. Ég get ekki ákveðið milli tveggja (svipaðra) efna fyrir aðra þeirra og hin var langt komin nema þá var ég að tala við David í gær og hann sagði að ég ætti endilega að hafa aðeins annað snið á ritgerðinni, þeas skrifa um clathrates í permafrosti frekar en á hafsbotni... Svo þetta er hálf erfitt eitthvað.

En lúxus matur bíður og bridds líka. Þannig að ég get nú ekki verið að kvarta. Góða helgi mín yndiskæru.

2.3.05

Aldeilis allt á fullu

Já það er nú ástæða fyrir því að ég hef ekkert skrifað í marga marga daga. Í gær hélt ég nefnilega fyrirlestur í heilan klukkutíma. Heill klukkutími. Fyrir nemendur og prófessora. Það gekk síðan bara ágætlega en þetta var stressandi. Um kvöldið var matur í boði skólans og frír bjór og ég alveg kolféll fyrir því. Og er því í dag eins og eitthvert slytti. Alveg vonlaust.

Um helgina hættum við okkur á suðurhliðina á stað sem heitir Lee´s unleaded blues. Það var ekkert smá gaman. Svaka flott blues band að spila, einn gaur var með gítar/píanó, og gestir stigu á stokk að syngja. Allir svartir og sungu alveg ótrúlega. Ég held bara að allt svart fólk syngur vel. Fyrr um kvöldið vorum við í dinner í prófessoraklúbbnum. Árlegur kvöldverður hjá financial math deildinni og þar sem Óli er TA fyrir 2 kúrsa þar þá er okkur boðið.

Á laugardaginn var síðan girls-night-out og við fórum í leikhús að sjá Female seeking male. Þetta er svona kómedískt stykki um stefnumót. Það var gaman. Á sunnudaginn fórum við Óli í klifurhúsið og klifruðum okkur til óbóta. 10 ferðir. Óli fór 11. Venjulega tökum við kannski 7 til 8. Og á milli allra þessara sosjal íventa var ég að reyna að undirbúa fyrirlesturinn svo ég er aldeilis búin að vera á fullu að undanförnu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?