6.3.05
Annarlok
Þá fer að hefjast lokavika núverandi annar. Það er ekki laust við að vera einnig brjálaðasta vika núverandi annars. Verkefni, ritgerð, verkefni, ritgerð. Úff. Þrátt fyrir það fórum við í gær í kvöld-kaffi til nágrannana. Þau búa á efri hæðinni hjá okkur. Einstaklega viðkunnanlegt fólk. Mér finnst svo mikið stuð að þekkja nágrannana mína. Ég gerði melónu-pruchetta (eða hvað þetta nú heitir) og þau buðu upp á osta og vín, síðan kirchweisser (eða eitthvað) því þau höfðu búið í Þýskalandi í Baden, en þaðan er þetta vín. Konan talar svaka mikið kallinn segir ekki neitt. Alveg eins og parið í Pride and Prejudist. Mjög gaman. Þau eru að fara að flytja til Las Vegas því hann fékk stöðu þar við heimspekideildina og við fáum sófann. Loksins fáum við sófa. Þetta er líka goður díll því sófinn er köflóttur og Óli er ekki mikið fyrir köflótt, svo kannski kaupir hann fyrir mig almennilegan sófa í framhaldi. Það er tími kominn til.