31.3.05
Skíðaferð ÆÐI
Þá erum við komin heim úr spring break skíðaferðinni. Í þetta skiptið var förinni heitið til Aspen og er það með bestu skíðasvæðum í heimi held ég. Hittum við þar nokkra Íslendinga þar á meðal tengdafjölskyldu mína (!) en það var reyndar fyrirfram skipulagt.
Aspen er frekar fyndinn bær. Algengt er að sjá konur í Gucci spókandi sig með glæsi-hunda í demantsólum þar um götur og allir eru með eitthvað Louis-Vuitton. Ég spurði Óla hvort ég gæti fengið eitthvað Louis-Vuitton en hann sagðist ekki vera tilbúinn að selja íbúðina og bílinn.
Skíðafærið var ótrúlegt og THE HIGHLAND BOWL var geðveik!! Okkur langar aftur. Í ár.
Aspen er frekar fyndinn bær. Algengt er að sjá konur í Gucci spókandi sig með glæsi-hunda í demantsólum þar um götur og allir eru með eitthvað Louis-Vuitton. Ég spurði Óla hvort ég gæti fengið eitthvað Louis-Vuitton en hann sagðist ekki vera tilbúinn að selja íbúðina og bílinn.
Skíðafærið var ótrúlegt og THE HIGHLAND BOWL var geðveik!! Okkur langar aftur. Í ár.