6.3.05
Loksins buin ad laera a word
Það var nú kominn tími til að ég skyldi fatta þetta. Núna er ég eins og einstaka sinnum að skrifa smá pistil í word. Og eins og alltaf þegar ég er að reyna að nota þetta forrit þá endar það með því að allavegana einu sinni týnist allt sem ég er búin að vera marga klukkutíma að skrifa. En ekki í dag. Ég er búin að vera að vinna í ritgerð alla helgina, hún er næstum fullgerð og það var ekkert nema hvað, word hrundi. Bara sisona. En í dag og í gær smelli ég á "save" eftir hverja setningu. Liggur við. Og núna, þá tapaðist ein setning. Ein pínulítil setning. Ég er í skýjunum. Þvílíkur sigur. BEIBI!